lock search
lock search

Rafmagn

Rekja má um helming eldsvoða á heimilum til rafmagns og rafmagnstækja. Í megindráttum þarf að huga að tvennu hvað varðar rafmagn og notkun þess; annars vegar rafkerfinu sjálfu en hins vegar rafmagnstækjum og notkun þeirra.

Rafkerfið

Ef talið er að rafkerfið sé ekki í lagi ber að fá löggiltan rafverktaka til að kanna málið og jafnvel gera úttekt á rafkerfinu. Fúsk getur reynst dýrkeypt og valdið miklum skaða.

  • Rafmagnstaflan er hjarta rafkerfisins í hverju húsi. Öryggin í töflunni eiga að varna því að of mikið álag eða skammhlaup valdi tjóni. Í eldri töflum eru bræðivör sem skipta þarf um þegar þau springa. Í nýrri töflum eru vararofar sem slá út við bilun eða of mikið álag. Gamlar og illa farnar rafmagnstöflur geta verið hættulegar, ekki síst ef þær eru úr tré eða staðsettar í skápum þar sem nóg er um eldsmat. Í slíkum tilvikum er brýnt að láta löggiltan rafverktaka kanna ástand töflunnar og gera úrbætur. Í rafmagnstöflum eiga að vera skýrar merkingar sem sýna meðal annars hvaða öryggi eru fyrir hvern húshluta og hve sterk þau eru.
  • Lekastraumsrofinn er eitt helsta öryggistæki rafkerfisins. Verði útleiðsla í raflögn, til dæmis vegna bilunar í jarðtengdu tæki, á rofinn að slá út og rjúfa allan straum. Lekastraumsrofinn kemur ekki að tilætluðum notum nema raflögnin sé jarðtengd.
  • Innstungur (tenglar) eiga að vera vel festar og rafmagnsklær eiga að sitja tryggilega í þeim því sambandsleysi getur valdið hita. Skiptið strax um brotin lok á innstungum svo að fólk komist ekki í snertingu við rafmagn.
  • Leiðslur og rafmagnsklær. Varist að tengja mörg orkufrek raftæki í sama fjöltengið og tengja saman fjöltengi. Einnig er varasamt að flytja rafmagn langar leiðir með grönnum framlengingarsnúrum. Mikilvægt er að þessi rafbúnaður sé óskemmdur. Brotnar klær og leiðslur með skemmdri einangrun eru stórhættulegar.

Rafmagnstækin

Rafmagnstæki geta valdið eldsvoða, bæði vegna rangrar notkunar og bilunar eða hrörnunar í búnaði.

  • Farið ekki frá meðan á eldamennsku stendur og munið að slökkva á hellum að notkun lokinni. Leggið aldrei eldfim efni ofan á eldavél. Skiptið reglulega um síur í gufugleypum. Í þær safnast fita sem getur valdið miklum eldsvoða ef eldur kemst í hana. Á markaði eru eldavélavarar sem senda frá sér boð og slökkva á eldavélinni ef óeðlilegur hiti myndast við hana. Þeir sem eru með skert minni vegna elliglapa eða heilaskaða fá 50% kostnaðar við kaup á búnaðinum endurgreiddan frá Sjúkratryggingum Íslands.
  • Rjúfið strauminn að sjónvarpstækjum þegar heimilið er yfirgefið og á nóttunni. Ekki er nóg að slökkva á tækinu með fjarstýringu heldur á að nota rofann á tækinu sjálfu eða rofa á fjöltengi. Tryggið að vel lofti um bakhlið tækisins.
  • Nokkur eldhætta getur verið af þvottavélum, þurrkurum og uppþvottavélum. Auk eldhættu er hætta á vatnstjóni af völdum þvottavéla og uppþvottavéla. Hafið þessi tæki því aldrei í gangi þegar þið farið að heiman eða sofið. Hreinsa þarf ló sem safnast í þurrkara.
  • Ef skipta þarf oftar um perur í einu ljósastæði en öðru getur það bent til bilunar. Látið þá löggiltan rafverktaka kanna hvað veldur. Röng stærð eða gerð af peru getur valdið bruna. Hafið ekki brennanleg efni of nálægt ljósum.
  • Góð regla er að slökkva á tölvum þegar þær eru ekki í notkun og án eftirlits, til dæmis þegar fólk sefur. Hafið fartölvur ekki á mjúku undirlagi, til dæmis í sófa eða rúmi. Þá er hætta á ofhitnun. Farsímar í hleðslu geta ofhitnað og eiga því að vera á traustu undirlagi.
  • Reynslan sýnir að kviknað getur í út frá nánast öllum raftækjum sem notuð eru á heimilum. Slökkvið á þeim þegar þau eru ekki í notkun og látið laga þau eða fargið þeim ef þau sýna merki um bilun eða hrörnun.

Efni er fengið úr bæklingi Eldvarnabandalagsins.

Gátlistar

Fá tilboð
mail Hafa samband chat Netspjall
mail chat
close

Tryggingar

Niðurstöður

Skjöl

Niðurstöður

Annað

Niðurstöður

Fréttir

Niðurstöður

News search result

Leit

Niðurstöður

Ææ en leiðinlegt!

Við fundum því miður ekki ""

Athugaðu hvort öll leitarorðin eru rétt skrifuð, annars geturðu prófað að víkka leitina með öðrum eða almennari leitarorðum.

Ef allt um þrýtur, endilega hafðu samband

close Loka
Hafðu samband
bell

Getum við aðstoðað?

Þjónusturáðgjafar okkar aðstoða þig frá 09:00 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og frá 09:00 til 15:30 á föstudögum.

chat

Netspjallið

Þjónusturáðgjafar okkar svara frá 09:00 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og frá 09:00 til 15:30 á föstudögum.

Opna netspjall
coffee

Komdu í heimsókn

Kíktu í heim­sókn og starfs­fólkið okk­ar tek­ur vel á móti þér alla virka daga frá 12-15.

Sjá þjónustuskrifstofur
close Loka

Netspjall VÍS

Við hvern viltu spjalla?
Vinsamlegast sendu ekki lykilorð, kortanúmer eða bankaupplýsingar í gegnum netspjallið. Þú getur skráð bankaupplýsingarnar þínar á þjónustusvæði þínu, Mitt VÍS
Öll samskipti eru vistuð í gagnagrunni. Misnotkun varðar við lög.