lock search
lock search

Lagnir

 • Ganga þarf sérstaklega vel frá slöngum og lögnum að og frá þvottavélum og uppþvottavélum og gæta þess að slöngur séu ekki trosnaðar eða skemmdar.
 • Endurnýja þarf pakkningar og síur reglulega, ekki sjaldnar en á 5 ára fresti.
 • Merki um ryð í lögnum getur verið þegar vatn verður brúnleitt ef það hefur ekki verið notað t.d. yfir helgi og breyting verður á bragði vatnsins.
 • Þegar farið er í frí er gott að loka fyrir vatn að uppþvotta- og þvottavélum.
 • Þar sem lagnir eru í óupphituðu rými, t.d. í bílskúrum eða geymslum, þarf að gæta þess að vatn frjósi ekki í lögnum sem leitt getur til þess að þær springa. Best er að hafa sírennsli í lögnum eða hita þær upp t.d. með hitaþræði. Ef það er ekki kostur þá þarf að tappa af vatnslögnum og setja frostlög í vatnslása.
 • Algengt er að vatnstjón verði þegar samskeyti lagna undir vaskaskáp gefa sig. Fylgjast þarf því náið með þeim og lagfæra ef einhver merki eru um hreyfingu á samskeytum.
 • Ef skipta þarf um lagnir er mikilvægt að kynna sér hvaða lagnaefni hentar best. Þar skiptir m.a. hiti og efnasamsetning vatns máli. Inni á vefnum lagnaval.is er að finna upplýsingar um það út frá mismunandi veitum á Íslandi.

Vatnsinntak

 • Allir heimilismenn ættu að vita hvar inntak heita og kalda vatnsins er sama hvort búið er í einbýli eða í fjölbýli.
 • Nauðsynlegt er að merkja stofnkranann þar sem skrúfað er fyrir.
 • Hægt er að koma í veg fyrir stórtjón með því að skrúfa strax fyrir inntak vatnsins ef leki kemur fram.
 • Gott aðgengi þarf að vera að vatnsinntakinu.
 • Besti frágangur lagnagrindar er að hún sé í lokuðum skáp með innbyggðu niðurfalli.
 • Gólfniðurfall á að vera til staðar í rýminu þar sem vatnsinntakið og lagnagrindin er.
 • Yfirfara þarf lagnagrindina a.m.k. á 5 ára fresti meðal annars til að vera viss um að öryggisventill hennar virki en hann hefur þann tilgang að vernda lagnakerfið ef of mikill þrýstingur myndast.
 • Í nýbyggingum er skylt að hafa varmastilli á lagnagrind til að minnka líkur á bruna af völdum vatns. Varmastillir tryggir að neysluvatn sé ekki heitara en 60-65°C úr krana við vask. Hægt er að setja slíkan búnað í eldri hús með forhitara en þá hitar hann upp kalt vatn.

Niðurfall

 • Niðurföll utandyra þarf að hreinsa reglulega. Ef það er ekki gert er hætta á að niðurfallið stíflist og hætta á að flæði til dæmis inn af svölum og inn í kjallara. Sérstaklega þarf að huga að þeim þegar hláka er yfirvofandi eða ef mikið lauf er úti sem getur stíflað niðurföll.
 • Gólfniðurföll innandyra þarf að hreinsa að minnsta kosti einu sinni á ári. Þó svo að niðurfallið sé ekki neitt notað þá getur verið gegnumstreymi í gegnum það og óhreinindi safnast þar fyrir. Aðgengi að niðurfallinu þarf að vera gott og ekki neitt má liggja á gólfinu sem getur hindrað rennsli vatns að því.
 • Halda þarf vatnslásum og niðurföllum í sturtu, baði og vaski hreinu, þannig að vatn fari ekki að renna treglega.
 • Í tjónum viðskiptavina VÍS hefur reynslan sýnt að oft eru gólfniðurföll ekki lægsti punktur gólfsins. Mikilvægt er að ganga úr skugga um hvort svo sé og ef niðurfallið er ekki lægsti punktur að gera þá ráðstafanir eins og að setja upp vatnsskynjara og tryggja að þröskuldur sé vel vatnsheldur svo að vatnið renni ekki fram úr rýminu.

 

 

Gátlistar

Fá tilboð
mail Hafa samband chat Netspjall
mail chat
close

Tryggingar

Niðurstöður

Skjöl

Niðurstöður

Annað

Niðurstöður

Fréttir

Niðurstöður

News search result

Leit

Niðurstöður

Ææ en leiðinlegt!

Við fundum því miður ekki ""

Athugaðu hvort öll leitarorðin eru rétt skrifuð, annars geturðu prófað að víkka leitina með öðrum eða almennari leitarorðum.

Ef allt um þrýtur, endilega hafðu samband

close Loka
Hafðu samband
bell

Getum við aðstoðað?

Þjónusturáðgjafar okkar aðstoða þig frá 09:00 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og frá 09:00 til 15:30 á föstudögum.

chat

Netspjallið

Þjónusturáðgjafar okkar svara frá 09:00 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og frá 09:00 til 15:30 á föstudögum.

Opna netspjall
coffee

Komdu í heimsókn

Kíktu í heim­sókn og starfs­fólkið okk­ar tek­ur vel á móti þér alla virka daga frá 12-15.

Sjá þjónustuskrifstofur
close Loka

Netspjall VÍS

Við hvern viltu spjalla?
Vinsamlegast sendu ekki lykilorð, kortanúmer eða bankaupplýsingar í gegnum netspjallið. Þú getur skráð bankaupplýsingarnar þínar á þjónustusvæði þínu, Mitt VÍS
Öll samskipti eru vistuð í gagnagrunni. Misnotkun varðar við lög.