lock search
lock search

Jarðskjálftar

Jarðskjálftar verða þegar jarðskorpan brotnar eða hrekkur til. Við höggið sem myndast breiðast jarðskjálftabylgjur út frá brotafletinum.

Á vef Veðurstofu Íslands má sjá upplýsingar um jarðskjálfta sem verða á landinu. Flestir jarðskjálftar hérlendis eru það litlir að enginn verður var við þá nema skjálftamælar og því er áhugavert að sjá tíðni þeirra á korti Veðurstofunnar sem er uppfært á 5 mínútna fresti.

Jarðskjálftar sjaldnast boð á undan sér. Forvarnir á heimilum eru því mikilvægar þar sem með þeim má minnka líkur á slysum og tjónum.

Forvarnir á heimilinu

 • Festa þarf skápa og hillur við veggi og/eða gólf.
 • Hafið þunga hluti, t.d. styttur, ekki ofarlega í hillu.
 • Festið sjónvörp við borð eða veggi.
 • Hafið rúm ekki undir gluggum.
 • Setjið öryggisfilmu á gluggarúður þar sem hætta er á að gler fari yfir fólk.
 • Festið myndir og ljósakrónur í lokaðar lykkjur.
 • Kynnið ykkur hvar vatnsinntak hússins er og hvernig á að skrúfa fyrir það.
 • Setjið öryggislæsingar á skápa til að varna því að brothættir hlutir detti út úr þeim.
 • Hafið viðlagabúnað eins og sjúkragögn, útvarp með rafhlöðum, vasaljós, teppi, vasahníf, upplýsingar um neyðarnúmerið 112 og aukalykla að bíl, sumarbústað eða öðrum stað sem fjölskyldan hefur aðgang að tiltækan.
 • Kynnið ykkur hvar næsta fjöldahjálparstöð er.

Viðbrögð við jarðskjálfta

 • Þegar jarðskjálfti verður er mikilvægt að hver og einn verji sig fyrir slysum. Einkunnarorð þar eru að krjúpa, skýla og halda. Gott getur verið að fara í horn á herbergi eða undir borð eða annað sem veitir skjól. Ekki er mælt með því að hlaupa út, sérstaklega ef um einhverja vegalengd þarf að fara, þar sem erfitt er að fóta sig þegar allt er á hreyfingu.
 • Eftir jarðskjálftann verjið fætur með því að fara í skó.
 • Ef vatnslagnir hafa gefið sig skrúfið fyrir vatnsinntakið.
 • Ef gaseldavél er á heimilinu skrúfið fyrir gaskútinn þar sem möguleiki er á að samskeyti hafi farið í sundur.
 • Kveikið á útvarpi til að athuga hvort upplýsingar og tilkynningar komi þar fram.
 • Ef íbúar meta hús óíbúðarhæft skal fara út í rólegheitum, taka með sér það nauðsynlegasta og fara í næstu fjöldahjálparstöð.
 • Ef rafmagn fer af virka ekki þráðlausir heimasímar, eingöngu fastlínusímar og farsímar. Alltaf er hætta á að símkerfi laskist og að álag á þau verið mjög mikið. Notið því síma eingöngu í neyð fyrst á eftir.
 • Ef slys verður á fólki hringið í 112.

Hvaða tryggingar taka á jarðskjálftum?
Brunatrygging húseigna er skyldutrygging. Allt sem er brunatryggt er sjálfkrafa viðlagatryggt hjá Náttúruhamfaratryggingu Íslands sem þýðir að það er tryggt fyrir tjóni af völdum eldgosa, jarðskjálfta, skriðufalla, snjóflóða og vatnsflóða.
Ekki er skylt samkvæmt lögum að tryggja innbú eða annað lausafé. Mikilvægt er að hver og einn meti sitt innbú og lausamuni og tryggi í samræmi við andvirði þess. Mjög algengt er að andvirði innbús sé vanmetið þegar tryggingar eru teknar.

Gátlistar

Fá tilboð
mail Hafa samband chat Netspjall
mail chat
close

Tryggingar

Niðurstöður

Skjöl

Niðurstöður

Annað

Niðurstöður

Fréttir

Niðurstöður

News search result

Leit

Niðurstöður

Ææ en leiðinlegt!

Við fundum því miður ekki ""

Athugaðu hvort öll leitarorðin eru rétt skrifuð, annars geturðu prófað að víkka leitina með öðrum eða almennari leitarorðum.

Ef allt um þrýtur, endilega hafðu samband

close Loka
Hafðu samband
bell

Getum við aðstoðað?

Þjónusturáðgjafar okkar aðstoða þig frá 09:00 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og frá 09:00 til 15:30 á föstudögum.

chat

Netspjallið

Þjónusturáðgjafar okkar svara frá 09:00 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og frá 09:00 til 15:30 á föstudögum.

Opna netspjall
coffee

Komdu í heimsókn

Kíktu í heim­sókn og starfs­fólkið okk­ar tek­ur vel á móti þér alla virka daga frá 12-15.

Sjá þjónustuskrifstofur
close Loka

Netspjall VÍS

Við hvern viltu spjalla?
Vinsamlegast sendu ekki lykilorð, kortanúmer eða bankaupplýsingar í gegnum netspjallið. Þú getur skráð bankaupplýsingarnar þínar á þjónustusvæði þínu, Mitt VÍS
Öll samskipti eru vistuð í gagnagrunni. Misnotkun varðar við lög.