
Innbrotavarnir í sumarhúsum
Innbrot í sumarhús eru algeng. Oft er tjónið sem verður við innbrotið sjálft meira heldur en hlutirnir sem teknir eru. Sérstaklega á það við ef eigandi sumarhússins veit ekki af innbrotinu fyrr en einhverjum dögum eftir að innbrotið á sér stað og húsið stendur e.t.v. opið í þann tíma. Mikilvægt er því að huga að innbrotsvörnum í hvert sinn sem húsið er yfirgefið.
- Lokið og krækið aftur öllum gluggum.
- Læsið öllum hurðum.
- Látið verðmæti ekki sjást utan frá.
- Biðjið nágranna um að líta til með húsinu þegar enginn er í því.
- Takið niður tegund, raðnúmer og myndið verðmæt raftæki.
- Gott er að hafa útilýsingu með hreyfiskynjara.
- Leitist við að hafa ekki hluti úti við bústaðinn sem hjálpa til við innbrot.
- Geymið ekki aukalykil í kringum húsið eins og í blómapotti eða undir mottu.
- Geymið ekki sláttuvél eða önnur verðmæt áhöld úti við.
- Geymið reiðhjól innandyra eða læsið þeim tryggilega.
- Lokið ávallt gluggum og læsið ökutækinu fyrir utan sumarhúsið.
- Hafið verðmæti eins og síma, leiðsögutæki, töskur og golfsett ekki sýnileg í bílnum.
- Hafið aðalhliði að sumarhúsahverfi eða að bústað og læsið því til þess að torvelda óviðkomandi akstur að húsinu.