lock search
lock search

Gas

Veljið viðurkenndan búnað í sambandi við gasið og fáið fagmann til að koma tækjunum fyrir. Skipta þarf um slöngur á um fimm ára fresti og er þá ráðlegt að láta yfirfara annan búnað. Ýmis búnaður eykur öryggi við notkun á gasi, svo sem búnaður sem lokar fyrir gasstreymi ef slanga gefur sig. Ekki fúska við gas!

Geymsla á gasi
Geyma á gaskúta á vel loftræstum stöðum. Sé gas geymt í lokuðum skáp ber að tryggja loftræstingu bæði ofan til og við botn. Æskilegast er að geyma gaskúta utandyra í læstum og merktum skáp. Ef gaskútur er geymdur tengdur utandyra er mikilvægt að snjór og vatn komist ekki að honum þar sem vatnið getur frostið í þrýstijafnaranum og eyðilagt hann. Síðan þegar gasið er notað næst þá flæðir gasið allt út í einu með því eldhafi sem getur fylgt.

Inni í íbúðarhúsum, bílskúrum og sumarhúsum má að hámarki hafa einn 11 kg gaskút. Í geymslum fjölbýlishúsa má geyma 5 kg gaskúta með viðeigandi loftræstingu. Þar sem gashylki eða búnaður tengdur því er innanhúss er mjög áríðandi að setja gasskynjara við gólf nálægt búnaði og kútum. Gaskútar verða að standa uppréttir á stöðugri undirstöðu.

Í húsbílum og ferðavögnum má hafa tvö 11 kg gashylki, eitt í notkun og annað til vara. Æskilegt er að hafa rými þar sem gaskútar eru í notkun ólæst til þess að utanaðkomandi geti skrúfað fyrir gasið í neyð.

Merking á húsnæði þar sem gas er geymt
Á bensínstöðvum, til dæmis á höfuðborgarsvæðinu, er hægt að fá miða til að merkja húsnæði þar sem gaskútar eru geymdir. Komi upp eldur er mikilvægt að slökkviliðsmenn geti áttað sig á hvort gaskútar eru í húsnæðinu því af þeim getur stafað mikil sprengihætta. Setjið límmiðann við neðstu löm á hurð eða neðarlega í dyrakarm í útidyrum húsnæðis þar sem gaskútur er geymdur. Einnig má setja límmiða á áberandi stað þar sem gaskútur er geymdur, svo sem á geymslur, garðhús, skápa og hólf.

Útigrillið
Fylgist vel með þegar verið er að grilla og bregðist við áður en mikill eldur kemur upp í grillinu. Varist að grilla of nærri timburvegg eða glugga með stórum rúðum. Skrúfið fyrir gaskútinn að notkun lokinni.

Efnið er fengið úr bæklingi Eldvarnabandalagsins.

Ekki er ráðlagt að geyma bráðeldfim efni eins og bensín inni í geymslum nema um sé að ræða neysluumbúðir eins og t.d. frá apótekum undir rauðspritt, aceton o.þ.h. og er ekki í stærri umbúðum en einum lítra.

Gátlistar

Fá tilboð
mail Hafa samband chat Netspjall
mail chat
close

Tryggingar

Niðurstöður

Skjöl

Niðurstöður

Annað

Niðurstöður

Fréttir

Niðurstöður

News search result

Leit

Niðurstöður

Ææ en leiðinlegt!

Við fundum því miður ekki ""

Athugaðu hvort öll leitarorðin eru rétt skrifuð, annars geturðu prófað að víkka leitina með öðrum eða almennari leitarorðum.

Ef allt um þrýtur, endilega hafðu samband

close Loka
Hafðu samband
bell

Getum við aðstoðað?

Þjónusturáðgjafar okkar aðstoða þig frá 09:00 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og frá 09:00 til 15:30 á föstudögum.

chat

Netspjallið

Þjónusturáðgjafar okkar svara frá 09:00 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og frá 09:00 til 15:30 á föstudögum.

Opna netspjall
coffee

Komdu í heimsókn

Kíktu í heim­sókn og starfs­fólkið okk­ar tek­ur vel á móti þér alla virka daga frá 12-15.

Sjá þjónustuskrifstofur
close Loka

Netspjall VÍS

Við hvern viltu spjalla?
Vinsamlegast sendu ekki lykilorð, kortanúmer eða bankaupplýsingar í gegnum netspjallið. Þú getur skráð bankaupplýsingarnar þínar á þjónustusvæði þínu, Mitt VÍS
Öll samskipti eru vistuð í gagnagrunni. Misnotkun varðar við lög.