lock search
lock search

Eldvarnir í sumarhúsum

Mikil eldmatur er í flestum sumarhúsum. Brunavarnir eru því gríðarlega mikilvægar þar.

 • Reykskynjarar eiga að vera í öllum rýmum og skipta þarf um rafhlöðu einu sinni á ári ef 9 vatta rafhlaða er í þeim.
 • Eldvarnarteppi á að vera á áberandi stað í eldhúsi.
 • Slökkvitæki á að vera við útgöngu. Ef sumarhúsið er ekki kynnt að vetri til þarf slökkvitækið að vera duftslökkvitæki. Annars annaðhvort duft eða léttvatnsslökkvitæki.
 • Flóttaáætlun þarf að vera gerð og æfð. Tryggja þarf að flóttaleiðir séu tvær úr svefnlofti ef það er til staðar. Til að því sé náð þarf á mörgum stöðum að hafa brunastiga til staðar á svefnlofti.
 • Skiljið logandi kerti ekki eftir eftirlitslaust.

Eldstæði

 • Látið fagmann um uppsetningu og frágang.
 • Tryggið aðstreymi fersks lofts til að stjórna megi bruna og koma í veg fyrir að súrefnisskortur setji fólk í hættu.
 • Setjið kolsýrlingsskynjara í loft.
 • Hreinsið eða látið hreinsa tækin reglulega. Miðið við að ef tækin eru notuð einu sinni á dag þarf að hreinsa þau einu sinni á ári.

Rafmagn

 • Látið fagmann um frágang raflagna.
 • Skiptið um brotnar klær og rafmagnstengla.
 • Leggið fatnað ekki yfir rafmagnsofna.
 • Takið raftæki úr sambandi þegar sumarhúsið er yfirgefið.

Gas

 • Ef gas er notað í eldhúsi hafið gasskynjara neðst á sökkli eldhúsinnréttingar.
 • Látið fagmann sjá um frágang og staðsetjið gaskútinn utandyra í þar til gerðum skáp. Ef þess er ekki kostur þá má hafa að hámarki einn 11 kg kút inni í sumarhúsi. Þá er öruggast að hafa gaskútinn t.d. úr trefjaefni þar sem það springur ekki eins og járnkútarnir heldur myndast gat á trefjaefnið og gasið lekur út.
 • Staðsetjið gasgrill ekki of nærri húsi né rúðum. Rúður geta sprungið út frá hitanum.
 • Látið gaskút ekki standa undir heitu grilli nema í þar til gerðum skáp grillsins.

Nánari upplýsingar má finna í efni Eldvarnabandalagsins.

Gátlistar

Fá tilboð
mail Hafa samband chat Netspjall
mail chat
close

Tryggingar

Niðurstöður

Skjöl

Niðurstöður

Annað

Niðurstöður

Fréttir

Niðurstöður

News search result

Leit

Niðurstöður

Ææ en leiðinlegt!

Við fundum því miður ekki ""

Athugaðu hvort öll leitarorðin eru rétt skrifuð, annars geturðu prófað að víkka leitina með öðrum eða almennari leitarorðum.

Ef allt um þrýtur, endilega hafðu samband

close Loka
Hafðu samband
bell

Getum við aðstoðað?

Þjónusturáðgjafar okkar aðstoða þig frá 09:00 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og frá 09:00 til 15:30 á föstudögum.

chat

Netspjallið

Þjónusturáðgjafar okkar svara frá 09:00 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og frá 09:00 til 15:30 á föstudögum.

Opna netspjall
coffee

Komdu í heimsókn

Kíktu í heim­sókn og starfs­fólkið okk­ar tek­ur vel á móti þér alla virka daga frá 12-15.

Sjá þjónustuskrifstofur
close Loka

Netspjall VÍS

Við hvern viltu spjalla?
Vinsamlegast sendu ekki lykilorð, kortanúmer eða bankaupplýsingar í gegnum netspjallið. Þú getur skráð bankaupplýsingarnar þínar á þjónustusvæði þínu, Mitt VÍS
Öll samskipti eru vistuð í gagnagrunni. Misnotkun varðar við lög.