lock search
lock search

Eldvarnarbúnaður

Á hverju heimili er nauðsynlegt að hafa reykskynjara, slökkvitæki og eldvarnarteppi. Máttur þessa eldvarnarbúnaðar er mikill, kostnaður og fyrirhöfn við að koma honum fyrir lítill og því ætti ekkert að koma í veg fyrir að þetta sé til staðar.

Reykskynjarar
Manntjón og meiðsl verða gjarnan í eldsvoða þegar fólk sefur. Það er því forgangsatriði í eldvörnum á heimilinu að tryggja að íbúar verði sem fyrst varir við eld og reyk í íbúðinni. Virkir reykskynjarar eru einföld og ódýr leið til þess. Samkvæmt byggingareglugerð eiga reykskynjarar að vera á hverju heimili. Skynjarar sem nema hita, gas og kolsýring auka enn frekar á öryggi þar sem það á við.
Tvær gerðir reykskynjara henta á heimilum en optískir reykskynjarar eru mun algengari en þeir jónísku. 

  • Jónískir reykskynjarar bregðast skjótt við reyk og eru góðir alhliða reykskynjarar í flest rými á heimilum. Þeir eru hins vegar einnig næmir fyrir raka, hita og brælu frá matargerð og henta því ekki í þvottahús og eldhús.
  • Optískir reykskynjarar bregðast líka skjótt við reyk en eru ekki eins næmir fyrir öðrum breytingum. Þeir henta því vel til dæmis í eða við eldhús og þvottahús.

Unnt er að tengja marga reykskynjara saman. Það er æskilegt í stórum húsum því þá gera allir skynjarar viðvart um leið og einn fer í gang. Samtengdir skynjarar eru ýmist þráðlausir eða tengdir saman með vír. Einnig er hægt að vera með vaktað brunaviðvörunarkerfi.

Staðsetning

Setjið reykskynjara sem næst miðju lofts og aldrei nær vegg eða ljósi en sem nemur 30 sm.
Best er að hafa reykskynjara í öllum rýmum. Þá á að minnsta kosti að setja upp framan við eða í hverri svefnálmu og á hverri hæð á heimilinu. Í langan gang skal setja skynjara við báða enda. Algengt er að sjónvörp og tölvur séu í barna- og unglingaherbergjum og skal þá setja reykskynjara í þau. 

Skynjari á að vera í bílskúr. Sé hann sambyggður íbúðarhúsi er best að tengja skynjarann þar við reykskynjara í íbúðinni. Sé bíll geymdur í bílskúr er hætt við að útblástursreykur geti sett reykskynjara af stað. Í slíkum tilvikum er rétt að nota hitaskynjara. Þeir eru settir í loft eins og reykskynjarar.

Viðhald og endurnýjun

Reykskynjara þarf að prófa að minnsta kosti fjórum sinnum á ári. Gott er að leyfa heimilisfólkinu að heyra hljóðið í skynjaranum. Flestir reykskynjarar hafa 9 vatta rafhlöðu sem þarf að skipta um árlega. Til eru reykskynjarar sem hafa rafhlöðu sem hefur 10 ára líftíma og er þá reykskynjarinn endurnýjaður að þeim tíma liðnum. Ef stutt hljóðmerki heyrist frá skynjaranum á um það bil mínútu fresti þarf að endurnýja rafhlöðuna. Í þeim reykskynjurum sem hafa 9 vatta rafhlöðu er gott að endurnýja rafhlöðuna á sama tíma, til dæmis 1. desember. Nauðsynlegt er að prófa reykskynjarann þegar skipt hefur verið um rafhlöðu.

Líftími reykskynjara er um tíu ár. Gott er að skrá á bakhlið skynjarans hvaða ár hann var settur upp. Skynjarinn endist betur ef hann er ryksugaður að innan í hvert sinn sem skipt er um rafhlöðu.
Upplýsingar á íslensku eiga að fylgja þegar skynjarar eru keyptir. Kynnið ykkur þær. Sjálfsagt er að leita ráðgjafar hjá seljendum.

Slökkvitæki
Slökkvitæki til heimilisnota henta á mismunandi tegundir elds sem er flokkaður í A, B og C:

  • A-flokkur: Eldur í föstum efnum, svo sem húsgögnum og innréttingum.
  • B-flokkur: Eldur í eldfimum vökva.
  • C-flokkur: Eldur í gasi.

Duftslökkvitæki (A, B, C) eru öflug og mjög áhrifarík á eld í föstum efnum, olíu og gasi og henta því mjög vel á heimilum og í bílinn. Einnig er mælt með þeim í sumarhús án kyndingar því duftið þolir mikið frost. Á Norðurlöndum er í vaxandi mæli mælt með 6 kg duftslökkvitækjum fyrir heimili. Helsti gallinn við duftslökkvitæki er að duftið dreifist víða.

Léttvatnstæki (A, B) eru einnig góð slökkvitæki. Þau henta þó ekki á gas.

Notkun slökkvitækja
Leiðbeiningar um notkun eiga að vera á tækinu. Kynnið ykkur þær. Slökkva má minniháttar eld með handslökkvitæki og er efninu þá beint að rótum eldsins. Þegar slökkvitæki er beint að eldi í rafmagnstæki ber að standa í að minnsta kosti 1 m fjarlægð frá tækinu.

Ávallt skal þó leggja áherslu á:
1. Að setja ykkur sjálf eða aðra aldrei í hættu.
2. Að hringja ávallt í 112 og óska eftir aðstoð slökkviliðs.
3. Að börn komi sér út en reyni ekki að slökkva eld.
Ef ekki er unnt að slökkva eld er brýnt að yfirgefa rýmið og loka því ef hægt er.

Staðsetning slökkvitækja
Slökkvitæki á að festa á vegg með tilheyrandi búnaði þannig að þægilegt sé að taka það af veggnum til notkunar. Handfangið er þá í 80-90 sm hæð frá gólfi. Setja á tækin við flóttaleið og sem næst útgöngum. Slökkvitæki eru öryggistæki. Þau eiga því að vera sýnileg og aðgengileg þegar gengið er um íbúðina svo að allir viti hvar þau eru ef nauðsynlegt reynist að nota þau.

Endurnýjun og viðhald
Slökkvitæki hafa takmarkaðan líftíma og þau þarf að yfirfara reglulega. Upplýsingar um viðhald og endurnýjun eiga að vera á tækinu. Leitið einnig upplýsinga um viðhald og endurnýjun hjá seljendum.

Eldvarnateppi
Talsverð eldhætta fylgir notkun olíu og feiti í eldhúsum. Hafið því eldvarnateppi í eldhúsinu. Ef eldur kviknar í olíu eða potti er nauðsynlegt að bregðast rétt við:

Skvettið alls ekki vatni á eldinn. Það veldur sprengingu.
Reynið ekki að fara út með logandi pott/pönnu.
Leggið eldvarnateppi eða pottlok yfir logandi pott/pönnu og þéttið að uns eldurinn hefur slokknað sem getur tekið nokkrar mínútur. Verjið hendur gegn hitanum eins og kostur er.
Slökkvið undir hellunni ef þið getið. Sé eldavélin með sléttu helluborði má færa pottinn/pönnuna varlega af hellunni.
Eldvarnateppi ber að staðsetja á sýnilegum og aðgengilegum stað í eldhúsi. Þó ekki svo nærri eldavél að erfitt verði að ná til þess ef eldur logar í potti eða pönnu.

Gasskynjari
Lítil lykt er af gasi og enginn litur. Gasleki getur því auðveldlega átt sér stað án þess að nokkur átti sig á því. Afleiðingarnar geta verið mjög alvarlegar. Til að mynda sprenging af litlum neista við að kveikt er á gaseldavél eða bara frá stöðurafmagni í fötum. Gas í andrúmslofti getur líka haft alvarlegar líkamlegar afleiðingar og jafnvel valdið dauða. Gasskynjari þarf því að vera til staðar allsstaðar þar sem gas er notað innandyra. Þar sem gas er þyngra en andrúmsloft leitar það niður. Því þarf að festa skynjarann neðan á sökkul í eldhúsi eða í sambærilegri hæð í öðrum rýmum.

Þar sem gashylki eða búnaður tengdur því er geymdur, t.d. í bílskúrum, er mjög áríðandi að setja gasskynjara við gólf nálægt búnaði og kútum. Gaskútar verða að standa uppréttir á stöðugri undirstöðu.

Efnið er fengið úr bæklingi Eldvarnabandalagsins.

Gátlistar

Fá tilboð
mail Hafa samband chat Netspjall
mail chat
close

Tryggingar

Niðurstöður

Skjöl

Niðurstöður

Annað

Niðurstöður

Fréttir

Niðurstöður

News search result

Leit

Niðurstöður

Ææ en leiðinlegt!

Við fundum því miður ekki ""

Athugaðu hvort öll leitarorðin eru rétt skrifuð, annars geturðu prófað að víkka leitina með öðrum eða almennari leitarorðum.

Ef allt um þrýtur, endilega hafðu samband

close Loka
Hafðu samband
bell

Getum við aðstoðað?

Þjónusturáðgjafar okkar aðstoða þig frá 09:00 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og frá 09:00 til 15:30 á föstudögum.

chat

Netspjallið

Þjónusturáðgjafar okkar svara frá 09:00 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og frá 09:00 til 15:30 á föstudögum.

Opna netspjall
coffee

Komdu í heimsókn

Kíktu í heim­sókn og starfs­fólkið okk­ar tek­ur vel á móti þér alla virka daga frá 12-15.

Sjá þjónustuskrifstofur
close Loka

Netspjall VÍS

Við hvern viltu spjalla?
Vinsamlegast sendu ekki lykilorð, kortanúmer eða bankaupplýsingar í gegnum netspjallið. Þú getur skráð bankaupplýsingarnar þínar á þjónustusvæði þínu, Mitt VÍS
Öll samskipti eru vistuð í gagnagrunni. Misnotkun varðar við lög.