lock search
lock search

Eldstæði

 • Sækja þarf um leyfi byggingafulltrúa áður en eldstæði eru sett upp.
 • Veljið viðurkenndan búnað, fáið fagmann í uppsetningu og frágang og fylgið leiðbeiningum um notkun.
 • Tryggið aðstreymi fersks lofts til að stjórna megi brunanum og koma í veg fyrir að súrefnisskortur setji fólk í hættu. Setjið kolsýringsskynjara í loft.
 • Varist snertingu við heita hluta tækjanna. Mælt er með því að kamínur og rör séu einangruð eins og kostur er.
 • Notið öryggis- og neistagrind.
 • Hreinsið eða látið hreinsa tækin reglulega. Gott er að miða við að ef tækin eru notuð einu sinni á dag þarf að hreinsa þau einu sinni á ári.
 • Farið ekki að sofa eða yfirgefið húsnæðið meðan logar enn í eldstæðinu.  
 • Ekki brenna hluti sem gefa frá sér heilsuspillandi reyk, svo sem plast- og gúmmíefni.

Etanól-arnar

 • Í etanól-örnum er etanól brennt í opnum skálum. Veruleg eldhætta getur stafað af notkun þeirra. Fylgið leiðbeiningum framleiðanda um uppsetningu og notkun.
 • Arininn þarf að hengja á eða láta standa á stöðugu og óbrennanlegu undirlagi.
 • Fjarlægð að brennanlegu efni má ekki vera minni en 1 m.
 • Herbergið má ekki vera minna en 23 m2 en eftir því sem arinninn er stærri og eldsneytismagnið meira þarf stærra rými. Arininn má ekki nota í kjallara og svefnherbergjum.
 • Mikilvægt er að loftræsting sé nægjanleg.

Nokkrar ábendingar við notkun etanól-arna:

 • Aldrei má bæta við etanóli eftir að tendrað hefur verið í arninum.
 • Eingöngu má flytja arininn þegar ekkert eldsneyti er í honum.
 • Látið ekki loga í arninum án eftirlits fullorðinna.
 • Ekki má nota aðra gerð eldsneytis en framleiðandi mælir með. Öll ílát undir eldsneyti eiga að vera með barnalæsingu og geymast á öruggum stað.
 • Eingöngu má slökkva í eldsneytinu með þar til gerðum lokunum, þar sem þær eru fyrir hendi. Annars verður að láta eldsneytið brenna upp. Ekki má nota vatn til þess að slökkva eld í etanól-arni.

Texti fenginn úr bæklingi Eldvarnabandalagsins. 

Gátlistar

Fá tilboð
mail Hafa samband chat Netspjall
mail chat
close

Tryggingar

Niðurstöður

Skjöl

Niðurstöður

Annað

Niðurstöður

Fréttir

Niðurstöður

News search result

Leit

Niðurstöður

Ææ en leiðinlegt!

Við fundum því miður ekki ""

Athugaðu hvort öll leitarorðin eru rétt skrifuð, annars geturðu prófað að víkka leitina með öðrum eða almennari leitarorðum.

Ef allt um þrýtur, endilega hafðu samband

close Loka
Hafðu samband
bell

Getum við aðstoðað?

Þjónusturáðgjafar okkar aðstoða þig frá 09:00 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og frá 09:00 til 15:30 á föstudögum.

chat

Netspjallið

Þjónusturáðgjafar okkar svara frá 09:00 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og frá 09:00 til 15:30 á föstudögum.

Opna netspjall
coffee

Komdu í heimsókn

Kíktu í heim­sókn og starfs­fólkið okk­ar tek­ur vel á móti þér alla virka daga frá 12-15.

Sjá þjónustuskrifstofur
close Loka

Netspjall VÍS

Við hvern viltu spjalla?
Vinsamlegast sendu ekki lykilorð, kortanúmer eða bankaupplýsingar í gegnum netspjallið. Þú getur skráð bankaupplýsingarnar þínar á þjónustusvæði þínu, Mitt VÍS
Öll samskipti eru vistuð í gagnagrunni. Misnotkun varðar við lög.