lock search
lock search

Asahláka

Asahláka er aðstæður sem skapast iðulega á hverjum vetri. Þá er hætta á vatnstjónum mikil og nauðsynlegt að allir séu meðvitaðir um þá hættu og bregðist við henni. Mest hætta er á að leki inn í kjallara og frá þökum og svölum.

Nauðsynlegt er tryggja að vatn eigi ávallt greiða leið m.a. með því að:

  • Hreinsa frá öllum niðurföllum sem eru nærri húsinu.
  • Hreinsa snjó frá anddyrum kjallara og niðurfalla þar.
  • Hreinsa frá rennum og niðurföllum þaka, sér í lagi flatra þaka. Það verður þó að gera með mikilli varúð og tryggja öryggi viðkomandi.
  • Moka rásir meðfram húsum til að vatn eigi greiða leið burt en safnaðist ekki í tjarnir. Oft bráðnar snjórinn fyrst upp við húsveggi og leitar þá inn í húsið eftir sprungum í veggjum ef það á ekki greiða leið burt.
  • Hreinsa allan snjó af svölum og tryggja að niðurfall virki. Ef svo er ekki er hægt að hella heitu vatni ofan í niðurfallið og strá salti í kringum það til að bræða snjóinn betur. Ef vatn safnast fyrir á svölum er hætta á að það fari inn með plötuskilum og leki síðan niður á næstu hæð. Slíkt tjón getur verið erfitt að laga því oft kemst talsvert vatn inn í sprunguna.

Ekki eru öll vatnstjón bætt, til að mynda:

  • Vatns sem kemur inn frá þökum, þakrennum eða frárennslisleiðslum þeirra eða frá svölum.
  • Vatns sem þrýstist upp um frárennslislagnir nema ef leiðslan stíflast eða springur innan húss. Bæjarfélög eða rekstraraðilar fráveitukerfa verða ekki sjálfkrafa ábyrgir fyrir tjóni sem verður vegna þess að kerfið getur skyndilega ekki flutt allt það vatn sem að berst. Til að veitur verði bótaábyrgar þarf að liggja fyrir sök hjá þeim, þ.e að einhverju þekktu viðhaldi hafi ekki verið sinnt, þekktar bilanir ekki verið lagfærðar eða mannleg mistök hafi orðið við rekstur veitunnar.

Jafnframt er mikilvægt að átta sig á því þegar blotnar mikið í snjó eins og í asahláku þá verður mikill þungi í snjónum. Við þær aðstæður geta þök og þakkantar gefið sig ef snjór er ekki hreinsaður af þökum.

Gátlistar

Fá tilboð
mail Hafa samband chat Netspjall
mail chat
close

Tryggingar

Niðurstöður

Skjöl

Niðurstöður

Annað

Niðurstöður

Fréttir

Niðurstöður

News search result

Leit

Niðurstöður

Ææ en leiðinlegt!

Við fundum því miður ekki ""

Athugaðu hvort öll leitarorðin eru rétt skrifuð, annars geturðu prófað að víkka leitina með öðrum eða almennari leitarorðum.

Ef allt um þrýtur, endilega hafðu samband

close Loka
Hafðu samband
bell

Getum við aðstoðað?

Þjónusturáðgjafar okkar aðstoða þig frá 09:00 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og frá 09:00 til 15:30 á föstudögum.

chat

Netspjallið

Þjónusturáðgjafar okkar svara frá 09:00 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og frá 09:00 til 15:30 á föstudögum.

Opna netspjall
coffee

Komdu í heimsókn

Kíktu í heim­sókn og starfs­fólkið okk­ar tek­ur vel á móti þér alla virka daga frá 12-15.

Sjá þjónustuskrifstofur
close Loka

Netspjall VÍS

Við hvern viltu spjalla?
Vinsamlegast sendu ekki lykilorð, kortanúmer eða bankaupplýsingar í gegnum netspjallið. Þú getur skráð bankaupplýsingarnar þínar á þjónustusvæði þínu, Mitt VÍS
Öll samskipti eru vistuð í gagnagrunni. Misnotkun varðar við lög.