lock search
lock search

Hjólreiðar

Reiðhjól er góður og heilbrigður ferðamáti. Öruggast er að hjólreiðamenn noti stíga þar sem þeir eru til staðar en alvarlegustu hjólreiðaslysin verða þar sem vélknúin ökutæki koma til sögunnar.

Hjálmur

Samkvæmt erlendri slysatölfræði eru 75% banaslysa hjá hjólreiðafólki vegna höfuðáverka. Hjálmur er því mikilvægur hjólreiðafólki, sama á hvaða aldri þeir eru. Reiðhjólahjálmur veitir vörn og dregur úr líkum á alvarlegum höfuðáverkum við slys. Rannsóknir sýna að hjálmur minnkar líkur á höfuðáverkum um 69%. Ef skoðaðir eru alvarlegir höfuðáverkar, þá er talið að hjálmur geti komið í veg fyrir 79% þeirra. Til að hjálmur veiti fulla vörn þarf hann að vera heill, af réttri stærð og sitja rétt á höfði viðkomandi. Eyrað sé í miðju V forminu og einn til tveir fingur komist undir hökubandið.

Hjólið
Meirihluti þeirra sem fara um á hjólum nota þau aðallega þegar færð er góð en ekki í snjó og hálku. Þeir sem hjóla allan ársins hring fer hinsvegar fjölgandi. Huga þarf að ástandi hjólsins eins og annarra farartækja. Bremsur, keðjuhlíf, gírar og dekk skiptir máli.

Sýnileiki hjólreiðamanna
Mikilvægt er að hjólreiðamenn velji fatnað sem er áberandi í umferðinni eða noti vesti í skærum lit til að tryggja að þeir séu sýnilegir í umferðinni. Gul glitaugu eiga að vera á dekkjum hjólsins, hvítt glitauga að framan og rautt að aftan. Þegar farið er að skyggja þarf að nota ljós, bæði að framan og aftan. 

Hjólabretti

Nokkrar tegundir eru til af hjólabrettum og dekkjum sem eru undir þeim. Allt eftir því til hvers á að nota þau eins og reil, funbox, ramp, Freestyle eða hraða. Mikilvægt er að velja bretti sem hæfir því sem nota á það í og þeim sem á að nota það m.t.t. aldurs, þroska og getu.

Nokkur öryggisatriði:

 • Nota hjálm og stilla hann rétt.
 • Nota hlífar á hné, úlnlið og olnboga.
 • Fara reglulega yfir dekk og legur og þrífa. Skipa út ef orðið er lélegt eða miseytt.
 • Skipta út sandpappírsplötu ef er orðin slitin.
 • Nota stama skó.
 • Vera á svæðum fjarri akandi umferð. 
 • Læra að detta. Beygja sig niður og rúlla frekar en að bera hendur fyrir sig. 

Hlaupahjól

Börn byrja oft snemma að nota hlaupahjól. Þá komast þau hraðar yfir og verða ekki eins fljótt þreytt. Af og til verða slys þar sem börn fá högg á kvið eða andlit þar sem þau detta á handfangið. Mikilvægt er því að huga að öryggisatriðum. 

Nokkur öryggisatriði :

 • Nota hjálm og stilla hann rétt.
 • Nota hlífar á hné, úlnlið og olnboga.
 • Hafa handfangið stillt í olnbogahæð. Ef það er hærra eða lægra eru meiri líkur á að dottið sé á það.
 • Stór og mjúk dekk auka stöðugleika og minnka líkur á því að misfellur eða litlir steinar hafi áhrif á hann.
 • Ekki vera þar sem sandur er. Hann getur skemmt legur og eykur líkur á að dottið sé. 

Línuskautar

Mikilvægt er að foreldrar fylgi börnum sínum vel eftir meðan þau eru að ná færni á línuskautum. Þau þurfa að vera komin með gott jafnvægi og ná að stoppa áður en sleppt er af þeim hendinni.

Nokkur öryggisatriði:

 • Nota hjálm og stilla hann rétt.
 • Nota hlífar á hné, úlnlið og olnboga
 • Bleyta og sandur á stígum getur aukið líkur á að einstaklingur missir jafnvægi ásamt því að sandur getur farið illa með legur í hjólum.

Nánari upplýsingar um hlaupahjól, hjólabretti og línuskauta má finna í bæklingnum Hlífðu þér.

Gátlistar

Fá tilboð
mail Hafa samband chat Netspjall
mail chat
close

Tryggingar

Niðurstöður

Skjöl

Niðurstöður

Annað

Niðurstöður

Fréttir

Niðurstöður

News search result

Leit

Niðurstöður

Ææ en leiðinlegt!

Við fundum því miður ekki ""

Athugaðu hvort öll leitarorðin eru rétt skrifuð, annars geturðu prófað að víkka leitina með öðrum eða almennari leitarorðum.

Ef allt um þrýtur, endilega hafðu samband

close Loka
Hafðu samband
bell

Getum við aðstoðað?

Þjónusturáðgjafar okkar aðstoða þig frá 09:00 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og frá 09:00 til 15:30 á föstudögum.

chat

Netspjallið

Þjónusturáðgjafar okkar svara frá 09:00 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og frá 09:00 til 15:30 á föstudögum.

Opna netspjall
coffee

Komdu í heimsókn

Kíktu í heim­sókn og starfs­fólkið okk­ar tek­ur vel á móti þér alla virka daga frá 12-15.

Sjá þjónustuskrifstofur
close Loka

Netspjall VÍS

Við hvern viltu spjalla?
Vinsamlegast sendu ekki lykilorð, kortanúmer eða bankaupplýsingar í gegnum netspjallið. Þú getur skráð bankaupplýsingarnar þínar á þjónustusvæði þínu, Mitt VÍS
Öll samskipti eru vistuð í gagnagrunni. Misnotkun varðar við lög.