lock search
lock search

Göngu­ferðir 

Mik­il vakn­ing hef­ur orðið í úti­vist síðustu ár og eru göngu­ferðir hluti þess. Mik­il­vægt er að und­ir­búa sig vel áður en farið er af stað. Ekki hvað síst fyr­ir lengri ferðir. Gild­ir þá einu hvort und­ir­bún­ing­ur­inn snýr að lík­ams­ástandi eða búnaði. Góður fatnaður, skór, göngustaf­ir, vökvi, nesti og teygj­ur eru nauðsyn­leg ásamt þekk­ingu á staðhátt­um, fjar­skipt­um og veður­spá.

Veðurkæl­ing
Mik­il­vægt er að taka ávallt til­lit til veðurkæl­ing­ar. Talað er um að ef 10 m/​sek vind­hraði er þá sé vind­kæl­ing eft­ir­far­andi:

  • 0°C þá er hitastigið í raun -7°C
  • -5°C þá er hitastigið í raun -14°C
  • -10°C þá er hitastigið í raun -20°C

Útbúnaðarlist­ar

Lista yfir búnað í göngu­ferðum má m.a. sjá á Sa­fetra­vel.is og á heimasíðum Ferðafé­lags Íslands og Útivist­ar.

Áhættumat göngu­leiða

Ferðafé­lag Íslands og VÍS hafa í sam­ein­ingu unnið að áhættumati nokk­urra göngu­leiða. Mjög gott er að kynna sér áhættumatið áður en lagt er af stað til að sjá hvaða hætt­ur eru til staðar á viðkom­andi göngu­leið og hvar þær eru.

Göngu­kort

Á vefn­um www.ganga.is er að finna göngu­kort af Íslandi. Þar eru upp­lýs­ing­ar um miserfiðar göngu­leiðir, þjón­ustuaðila, skála, vef­mynda­vél­ar, neyðar­skýli, golf­velli, tjaldsvæði, sund­laug­ar og veður­stöðvar.

Teygj­ur mik­il­væg­ar

Teygj­ur eru mik­il­væg­ar til að fyr­ir­byggja slys og minnka lík­ur á að vöðvar stytt­ist en við það minnk­ar kraft­ur þeirra. Mik­il­vægt er að teygja strax eft­ir göngu á meðan vöðvarn­ir eru heit­ir því þeir stífna þegar þeir kólna. Gott er að byrja á að teygja stóru vöðvana og enda á þeim minni. Ávallt skal teygja með bakið beint og leggja áherslu á önd­un. Anda djúpt og fara svo inn í teygj­una á frá­önd­un. Fara enn lengra inn í teygj­una á næstu frá­önd­un og halda þannig áfram í a.m.k. 20-30 sek við hverja teygju.

Endurskin

Ef gengið er nærri umferð er mikilvægt að huga að sýnileika sínum. Ef ekið er með lágu ljósin sér ökumaður gangandi vegfarenda sem er dökkklæddur ekki fyrr en í 25 metra fjarlægð. Ef viðkomandi er með endurskinsmerki sést hann aftur á móti fimm sinnum fyrr eða í 125 metra fjarlægð.

Endurskinsmerki er örugg og ódýr forvörn en þau þurfa að vera rétt staðsett. Best er að hafa þau eins neðarlega og hægt er eins.

  • Hangandi merki er best að hafa beggja vegna á hliðum neðst á yfirhöfn.
  • Límd merki er best að hafa bæði að framan og aftan neðst á yfirhöfn og fyrir miðju. Þau þola þvott við 40°C.
  • Ef endurskinsmerki eru orðin máð og rispuð getur endurskin þeirra minnkað og þörf á að skipta þeim út.

Best er að velja utanyfirfatnað, skó og töskur sem hafa endurskinsmerki á sér fyrir börnin. Þá er minnsta hættan á að þau gleymist eða týnist. Ef það er ekki til staðar er hægt að koma við í næsta útibúi VÍS og fá endurskinsmerki fyrir alla fjölskylduna.

Gátlistar

Fá tilboð
mail Hafa samband chat Netspjall
mail chat
close

Tryggingar

Niðurstöður

Skjöl

Niðurstöður

Annað

Niðurstöður

Fréttir

Niðurstöður

News search result

Leit

Niðurstöður

Ææ en leiðinlegt!

Við fundum því miður ekki ""

Athugaðu hvort öll leitarorðin eru rétt skrifuð, annars geturðu prófað að víkka leitina með öðrum eða almennari leitarorðum.

Ef allt um þrýtur, endilega hafðu samband

close Loka
Hafðu samband
bell

Getum við aðstoðað?

Þjónusturáðgjafar okkar aðstoða þig frá 09:00 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og frá 09:00 til 15:30 á föstudögum.

chat

Netspjallið

Þjónusturáðgjafar okkar svara frá 09:00 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og frá 09:00 til 15:30 á föstudögum.

Opna netspjall
coffee

Komdu í heimsókn

Kíktu í heim­sókn og starfs­fólkið okk­ar tek­ur vel á móti þér alla virka daga frá 12-15.

Sjá þjónustuskrifstofur
close Loka

Netspjall VÍS

Við hvern viltu spjalla?
Vinsamlegast sendu ekki lykilorð, kortanúmer eða bankaupplýsingar í gegnum netspjallið. Þú getur skráð bankaupplýsingarnar þínar á þjónustusvæði þínu, Mitt VÍS
Öll samskipti eru vistuð í gagnagrunni. Misnotkun varðar við lög.