Valmynd Loka

Göngu­ferðir

Mik­il vakn­ing hef­ur orðið í úti­vist síðustu ár og eru göngu­ferðir hluti þess. Mik­il­vægt er að und­ir­búa sig vel áður en farið er af stað. Ekki hvað síst fyr­ir lengri ferðir. Gild­ir þá einu hvort und­ir­bún­ing­ur­inn snýr að lík­ams­ástandi eða búnaði. Góður fatnaður, skór, göngustaf­ir, vökvi, nesti og teygj­ur eru nauðsyn­leg ásamt þekk­ingu á staðhátt­um, fjar­skipt­um og veður­spá.

Veðurkæl­ing
Mik­il­vægt er að taka ávallt til­lit til veðurkæl­ing­ar. Talað er um að ef 10 m/​sek vind­hraði er þá sé vind­kæl­ing eft­ir­far­andi:

  • 0°C þá er hitastigið í raun -7°C
  • -5°C þá er hitastigið í raun -14°C
  • -10°C þá er hitastigið í raun -20°C

Útbúnaðarlist­ar

Lista yfir búnað í göngu­ferðum má m.a. sjá á Sa­fetra­vel.is og á heimasíðum Ferðafé­lags Íslands og Útivist­ar.

Áhættumat göngu­leiða

Ferðafé­lag Íslands og VÍS hafa í sam­ein­ingu unnið að áhættumati nokk­urra göngu­leiða. Mjög gott er að kynna sér áhættumatið áður en lagt er af stað til að sjá hvaða hætt­ur eru til staðar á viðkom­andi göngu­leið og hvar þær eru.

Göngu­kort

Á vefn­um www.ganga.is er að finna göngu­kort af Íslandi. Þar eru upp­lýs­ing­ar um miserfiðar göngu­leiðir, þjón­ustuaðila, skála, vef­mynda­vél­ar, neyðar­skýli, golf­velli, tjaldsvæði, sund­laug­ar og veður­stöðvar.

Teygj­ur mik­il­væg­ar

Teygj­ur eru mik­il­væg­ar til að fyr­ir­byggja slys og minnka lík­ur á að vöðvar stytt­ist en við það minnk­ar kraft­ur þeirra. Mik­il­vægt er að teygja strax eft­ir göngu á meðan vöðvarn­ir eru heit­ir því þeir stífna þegar þeir kólna. Gott er að byrja á að teygja stóru vöðvana og enda á þeim minni. Ávallt skal teygja með bakið beint og leggja áherslu á önd­un. Anda djúpt og fara svo inn í teygj­una á frá­önd­un. Fara enn lengra inn í teygj­una á næstu frá­önd­un og halda þannig áfram í a.m.k. 20-30 sek við hverja teygju.

Gátlistar

Fá til­boð Hafa samband
mail Hafa samband chat Netspjall
close

Tryggingar

Niðurstöður

Skjöl

Niðurstöður

Annað

Niðurstöður

Fréttir

Niðurstöður

Leit

Niðurstöður

Ææ en leiðinlegt!

Við fundum því miður ekki ""

Athugaðu hvort öll leitarorðin eru rétt skrifuð, annars geturðu prófað að víkka leitina með öðrum eða almennari leitarorðum.

Ef allt um þrýtur, endilega hafðu samband