Valmynd Loka

Reiðhjól og vespur

Reiðhjól og létt bifhjól í flokki 1 falla undir F plús trygginguna og heimilistryggingu. Hér að neðan má sjá hvernig tryggingu er háttað úr hverjum lið tryggingarinnar fyrir sig.

 • Reiðhjól eru hjól sem knúin eru áfram með stig- eða sveifbúnaði.
 • Létt bifhjól í flokki 1 samkvæmt umferðalögum eru vélknúin ökutæki á tveimur eða þremur hjólum sem ekki er hönnuð fyrir hraðari akstur en 25 km. á klst.. Létt bifhjól í flokki I eru skráningarskyld en undanþegin vátryggingarskyldu. 

Slysatrygging í frítíma
Slysatygging gildir fyrir reiðhjól og létt bifhjól í flokki I þegar þessi tæki eru notuð í frítíma.

hjolafolk_pro_kvk_kg.png
Gríðarleg fjölgun hefur orðið í fjölda hjólreiðafólks síðast liðinn ár.


Hjólreiðakeppni
Undanskilin er keppni eða æfing fyrir keppni hjá þeim sem eru 16 ára og eldri:

 • Keppni á vegum héraðs, lands- og sérsambanda.
 • Keppni hjá félögum sérsambanda ÍSÍ (listi yfir sérsambönd innan ÍSÍ).
 • Keppni hjá skráðum félögum með kennitölu, þar sem megintilgangur félagsins er íþróttaiðkun.

Keppnir sem falla undir trygginguna eru til dæmis:

 • Blue lagoon challenge 2017
 • WOW cyclothon hjólreiðakeppnin 2017
 • Kia Gullhringurinn 2017

Þjófnaður

 • Reiðhjól og létt bifhjól í flokki I eru tryggð fyrir allt að 1% af innbúsverðmæti nema skilað sé inn ábyrgðarskírteini eða greiðslukvittun sem sannar hærra verðmæti.
 • Hjólinu skal vera læst þegar skilið er við það og lykill geymdur á öruggum stað.
 • Eigin áhætta í hverju tjóni er 25%.

Ábyrgðartrygging

 • Ábyrgðartygging gildir fyrir reiðhjól og létt bifhjól í flokki I.
 • Bætt er líkams- eða munatjón þriðja manns vegna skaðabótaábyrgðar sem fellur á vátryggðan skv. íslenskum lögum.

Innbúskaskó
Tryggir fyrir tjónum af völdum skyndilegra og ófyrirsjáanlegra utanaðkomandi atvika sem eru ekki bótaskyld samkvæmt öðrum ákvæðum fjölskyldutryggingarinnar.

Ef verðmæti hjóls er hærra en hámarks fjárhæðir í innbúskaskó er hægt að tryggja hjól í víðtækri eignartryggingu.

Víðtæk eignatrygging

Tryggir fyrir tjónum af völdum skyndilegra og ófyrirsjáanlegra utanaðkomandi atvika. Tryggingin gildir hvar sem er í heiminum á meðan hjól er í umsjá vátryggðs.

Farangurstrygging vegna ferðalags erlendis
Ef að verðmæti hjóls er hærra en verðmæti einstaks hlutar í farangurstryggingu F plús er hægt að kaupa sér farangurstryggingu á hjólið. 

hjolafolk_kk_kg.png
Mikilvægt er að fara eftir umferðarreglum í umferðinni.

 

Gátlistar

Fá til­boð Hafa samband
mail Hafa samband chat Netspjall
close

Tryggingar

Niðurstöður

Skjöl

Niðurstöður

Annað

Niðurstöður

Fréttir

Niðurstöður

Leit

Niðurstöður

Ææ en leiðinlegt!

Við fundum því miður ekki ""

Athugaðu hvort öll leitarorðin eru rétt skrifuð, annars geturðu prófað að víkka leitina með öðrum eða almennari leitarorðum.

Ef allt um þrýtur, endilega hafðu samband