lock search
lock search

Reiðhjól og vespur

Reiðhjól og létt bifhjól í flokki 1 falla undir F plús trygginguna og heimilistryggingu. Hér að neðan má sjá hvernig tryggingu er háttað úr hverjum lið tryggingarinnar fyrir sig.

 • Reiðhjól eru hjól sem knúin eru áfram með stig- eða sveifbúnaði.
 • Létt bifhjól í flokki 1 samkvæmt umferðarlögum eru vélknúin ökutæki á tveimur eða þremur hjólum sem ekki er hönnuð fyrir hraðari akstur en 25 km. á klst.. Létt bifhjól í flokki I eru skráningarskyld en undanþegin vátryggingarskyldu. 

Slysatrygging í frítíma
Slysatygging gildir fyrir reiðhjól og létt bifhjól í flokki I þegar þessi tæki eru notuð í frítíma.

hjolafolk_pro_kvk_kg.png
Gríðarleg fjölgun hefur orðið í fjölda hjólreiðafólks síðastliðinn ár.


Hjólreiðakeppni

 • Innifalið:
  Almenningsþátttaka í keppnum eða æfingar í götuhjólreiðum.
 • Undanskilið:
  Í keppni eða við æfingu til undirbúnings fyrir keppni í hverskonar íþróttum ef vátryggður hefur náð 16 ára og aldri. Með íþróttum er hér átt við einstaklings- eða liðsíþróttir sem æfðar eru reglulega undir leiðsögn þjálfara á vegum félaga eða samtaka sem hafa íþróttakeppni að tilgangi. Þessi takmörkun á þó ekki við um almenningsþátttöku í keppni eða æfingum í götuhjólreiðum.

Þjófnaður

 • Reiðhjól og létt bifhjól í flokki I eru tryggð fyrir allt að 1% af innbúsverðmæti nema skilað sé inn ábyrgðarskírteini eða greiðslukvittun sem sannar hærra verðmæti.
 • Hjólinu skal vera læst þegar skilið er við það og lykill geymdur á öruggum stað.
 • Eigin áhætta í hverju tjóni er 25%.

Ábyrgðartrygging

 • Ábyrgðartrygging gildir fyrir reiðhjól og létt bifhjól í flokki I.
 • Bætt er líkams- eða munatjón þriðja manns vegna skaðabótaábyrgðar sem fellur á vátryggðan skv. íslenskum lögum.

Innbúskaskó
Tryggir fyrir tjónum af völdum skyndilegra og ófyrirsjáanlegra utanaðkomandi atvika sem eru ekki bótaskyld samkvæmt öðrum ákvæðum fjölskyldutryggingarinnar.

Ef verðmæti hjóls er hærra en hámarks fjárhæðir í innbúskaskó er hægt að tryggja hjól í víðtækri eignatryggingu.

Víðtæk eignatrygging

Tryggir fyrir tjónum af völdum skyndilegra og ófyrirsjáanlegra utanaðkomandi atvika. Tryggingin gildir hvar sem er í heiminum á meðan hjól er í umsjá vátryggðs.

Farangurstrygging vegna ferðalags erlendis
Ef að verðmæti hjóls er hærra en verðmæti einstaks hlutar í farangurstryggingu F plús er hægt að kaupa sér farangurstryggingu á hjólið. 

hjolafolk_kk_kg.png
Mikilvægt er að fara eftir umferðarreglum í umferðinni.

 

Gátlistar

Fá tilboð
mail Hafa samband chat Netspjall
mail chat
close

Tryggingar

Niðurstöður

Skjöl

Niðurstöður

Annað

Niðurstöður

Fréttir

Niðurstöður

News search result

Leit

Niðurstöður

Ææ en leiðinlegt!

Við fundum því miður ekki ""

Athugaðu hvort öll leitarorðin eru rétt skrifuð, annars geturðu prófað að víkka leitina með öðrum eða almennari leitarorðum.

Ef allt um þrýtur, endilega hafðu samband

close Loka
Hafðu samband
bell

Getum við aðstoðað?

Þjónusturáðgjafar okkar aðstoða þig frá 09:00 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og frá 09:00 til 15:30 á föstudögum.

chat

Netspjallið

Þjónusturáðgjafar okkar svara frá 09:00 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og frá 09:00 til 15:30 á föstudögum.

Opna netspjall
coffee

Komdu í heimsókn

Kíktu í heim­sókn og starfs­fólkið okk­ar tek­ur vel á móti þér alla virka daga frá 12-15.

Sjá þjónustuskrifstofur
close Loka

Netspjall VÍS

Við hvern viltu spjalla?
Vinsamlegast sendu ekki lykilorð, kortanúmer eða bankaupplýsingar í gegnum netspjallið. Þú getur skráð bankaupplýsingarnar þínar á þjónustusvæði þínu, Mitt VÍS
Öll samskipti eru vistuð í gagnagrunni. Misnotkun varðar við lög.