lock search
lock search

Eldri borgarar

Hreyfing
Með hækkandi aldri verða breytingar á líkamanum þar sem meðal annars snerpa, styrkur, stöðugleiki og sjón breytast. Mikilvægt er að sporna við þessum breytingum eftir bestu getu. Rannsóknir sýna að það er aldrei of seint að hefja reglulega hreyfingu. Hún er öllum mikilvæg og ekki hvað síst eldri borgurum. Líkamanum er eðlilegt að hreyfa sig en við kyrrstöðu minnkar blóðflæði  og vöðvar og liðamót stirðna. Hreyfing bætir þannig styrk, þol, jafnvægi, öryggi og vellíðan bæði andlega og líkamlega.

Mataræði
Fjölbreytt mataræði og neysla D vítamíns og kalks eykur beinþéttnina sem er mikilvægt til að minnka líkur á beinbrotum. Reykingar hafa neikvæð áhrif á beinþéttni en hreyfing hefur aftur á móti jákvæð áhrif á hana.

Lyf
Margir sem komnir eru á efri ár þurfa að taka inn lyf og oft fleiri en eitt. Mikilvægt er að láta yfirfara þau reglulega og leita sér aðstoðar til dæmis ef svima eða óstöðugleika verður vart.

Slysahættur
75% slysa eldri borgara eru heima- og frítímaslys og verða þrjú af hverjum fjórum þeirra inni á heimilum, samkvæmt tölum frá Landlæknisembættinu. Fall er algengasta ástæða slysanna. Hinir eldri hljóta oft meiri áverka en þeir yngri meðal annars vegna mun meiri hættu á að beinbrotna. Til samanburðar eru tvö af hverjum hundrað börnum sem koma á slysadeild lögð inn en 18 af hverjum hundrað eldri borgurum. Þeir geta jafnframt átt erfitt með að ná fyrri hreyfifærni og styrk eftir slys. Forvarnir eru því mjög mikilvægar til að koma í veg fyrir slysin og auka þannig lífsgæði eldri borgara.

Í bæklingnum Örugg efri ár má sjá ýtarlega umfjöllun um  hvernig má fyrirbyggja slysin. Gátlista um öryggi eldri borgara heima er síðan gott og einfalt að nota til að sjá eftir hverju á að horfa á heimili hvers og eins eldriborgara til að gera það öruggara.

Bað

 • Notið hitastýrð blöndunartæki.
 • Notið stamar mottur í bað og sturtu til að minnka líkur á falli.
 • Gott getur verið að setja upp handfang við klósett, sturtu og baðkar til að styðjast við og minnka líkur á falli.
 • Ef motta er á gólfi notið hálkuvörn undir hana og takið hana úr notkun ef hún er farin að vinda upp á sig.

Eldhús

 • Geymið þá hluti sem eru notaðir mest  í góðri vinnuhæð.
 • Látið rafmagnssnúrur ekki lafa fram af borðum.
 • Forðist að ganga um með heita vökva, til að mynda kaffikönnu og potta.
 • Geymið lyf og hreinsiefni þar sem börn ná ekki til.
 • Hafið eldhússtóla og borð stöðug.
 • Hafið lýsingu góða en passið að styrkleiki pera sé aldrei meiri en perustæði er gefið upp fyrir.

Stigar

 • Lýsing þarf að vera góð í stigum og rofar efst og neðst við stigaop.
 • Handrið er mikilvægt til að styðja sig við.
 • Ef tröppur eru hálar er gott að setja hálkustrimla fremst á þær.
 • Gott getur verið að aðgreina neðstu tröppuna með litaborða til að minna á að um síðustu tröppu er að ræða, en algengt er að fólk detti þar.

Stofa

 • Veljið sófa og stóla sem auðvelt er að standa upp úr.
 • Hafið gangveg auðan til að minnka líkur á að hnotið sé um eitthvað þegar gengið er um. Að sama skapi  getur verið gott að fjarlægja þröskulda.
 • Verið viss um að styrkleiki pera sé réttur miðað við perustæði, til dæmis í lömpum.
 • Látið rafmagnssnúrur ekki liggja í gangvegi og setjið ekki of mörg tæki í samband við hvert fjöltengi.
 • Hafið undirlag kerta stöðugt og öruggt og slökkvið á kertum ef stofan er yfirgefin. Rafmagsnkerti eru þó ávallt öruggust. 
 • Ef motta er á gólfi notið hálkuvörn undir hana og takið mottuna úr notkun ef hún er farin að vinda upp á sig.

Svefnherbergi

 • Hafið síma við rúmið þegar gengið er til hvílu þar sem hætta getur verið á svima ef farið er snöggt á fætur.
 • Leitist við að hafa rúm frekar há þar sem þá er þægilegra að standa upp úr þeim.
 • Ef lausar mottur eru á gólfi notið hálkuvörn undir þær og takið úr notkun ef þær eru farnar að vinda upp á sig.
 • Með hærri aldri þarf lýsing að vera meiri þar sem breyting verður á sjón. Almennt er hægt að miða við að tvítugum einstaklingi dugi 20 watta lýsing en 70 ára einstaklingur þarf 70 watta lýsingu.
 • Hafið gangveg auðan til að minnka líkur á að hnotið sé um eitthvað þegar gengið er um. Að sama skapi getur verið gott að fjarlægja þröskulda.
 • Gott er að hafa næturljós þar sem náttblinda eykst gjarnan með aldrinum.
 • Vandið val á skófatnaði. Hann þarf að vera stöðugur og sitja vel á fæti.

Gátlistar

Fá tilboð
mail Hafa samband chat Netspjall
mail chat
close

Tryggingar

Niðurstöður

Skjöl

Niðurstöður

Annað

Niðurstöður

Fréttir

Niðurstöður

News search result

Leit

Niðurstöður

Ææ en leiðinlegt!

Við fundum því miður ekki ""

Athugaðu hvort öll leitarorðin eru rétt skrifuð, annars geturðu prófað að víkka leitina með öðrum eða almennari leitarorðum.

Ef allt um þrýtur, endilega hafðu samband

close Loka
Hafðu samband
bell

Getum við aðstoðað?

Þjónusturáðgjafar okkar aðstoða þig frá 09:00 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og frá 09:00 til 15:30 á föstudögum.

chat

Netspjallið

Þjónusturáðgjafar okkar svara frá 09:00 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og frá 09:00 til 15:30 á föstudögum.

Opna netspjall
coffee

Komdu í heimsókn

Kíktu í heim­sókn og starfs­fólkið okk­ar tek­ur vel á móti þér alla virka daga frá 12-15.

Sjá þjónustuskrifstofur
close Loka

Netspjall VÍS

Við hvern viltu spjalla?
Vinsamlegast sendu ekki lykilorð, kortanúmer eða bankaupplýsingar í gegnum netspjallið. Þú getur skráð bankaupplýsingarnar þínar á þjónustusvæði þínu, Mitt VÍS
Öll samskipti eru vistuð í gagnagrunni. Misnotkun varðar við lög.