lock search
lock search

Vélsleðar

Almennt er bannað að aka vélsleðum í þéttbýli og ber að virða það. Vélsleðum má aka ef snjór er yfir jörðu svo framarlega sem náttúruspjöll hljótist ekki af.

Líkt og önnur farartæki eru vélsleðar ekki hættulausir og mikilvægt að huga að öryggisþáttum þegar þeir eru notaðir sama hversu stutt á að fara. Reynsla af akstri vélsleða skiptir máli. Slysin sýna þó að þau verða ekki síður hjá þeim sem eru reynslumiklir og verða alls ekki eingöngu þegar verður er vont. Svo virðist að eftir því sem reynslan er meiri þá minnkar varkárnin og hraðinn eykst þegar veður er gott.

Vélsleðamenn eru ávallt að finna nýjar leiðir til að ferðast um. Gil, hengjur, harðfenni, krapi/vatn, sprungur og snjóflóð eru aðstæður sem vélsleðamenn þurfa að varast. Árvekni þarf ávallt að vera til staðar. Ökumenn þurfa stöðugt að meta aðstæður og mega aldrei gleyma sér. Jafnframt þurfa þeir að vera vel meðvitaðir um samferðamenn sína.

Undirbúningur

 • Réttindi til að aka vélsleða fylgja ökuprófi.
 • Skoða veðurspá.
 • Fara yfir sleðann og athuga hvort hann sé í góðu standi.
 • Tryggja að nægt eldsneyti sé á sleðanum.
 • Ferðaáætlun þarf að vera til staðar sem segir til um fyrirhugaða leið, búnað, brottfarar- og komutíma og ferðafélaga.
 • Negld belti eru mun öruggari en ónegld, sérstaklega í miklum halla.
 • Vélsleðar þurfa að vera skráðir og tryggðir. Ábyrgðartrygging er skyldutrygging ásamt slysatryggingu ökumanns og eigenda. Þær tryggingar bæta eigna- og líkamstjón sem notkun sleðans veldur öðrum og greiðir bætur fyrir meiðsl til ökumanns og farþega þess sleða sem veldur tjóni.

Búnaður

 • Hjálmur.
 • Brynja sem verndar bak og brjóstkassa.
 • GPS tæki og kunnátta á það.
 • Áttaviti og kort.
 • Fjarskiptabúnaður eins og farsími, talstöð og/eða gervihnattarsími.
 • Snjóflóðaýlir innanklæða og kunnátta til að leita eftir einstaklingi með ýli.
 • Skófla og snjóflóðaleitarstöng sem geymd eru í bakpoka á baki þess sem er á vélsleðanum.
 • Hlýjan og skjólgóðan fatnað, helst í nokkrum lögum.
 • Sjúkrakassi og skyndihjálparþekking.
 • Auka eldsneyti.
 • Auka kerti, reim og verkfæri.

Ferðahegðun

 • Mikilvægt er að a.m.k. einn í hverri ferð hafi reynslu af vélsleðaferðum.
 • Haldið hópinn, akið samt ekki svo þétt að ekki sé hægt að stoppa ef eitthvað hendir þann sem fyrir framan er.
 • Ekki ofmeta eigin getu eða annarra og ekki treysta 100% á leiðsögutækin.
 • Ekki treysta í blindni á GPS punkta sem fengnir eru frá öðrum.
 • Í vondu veðri hefur reynst vel að aka í tvöfaldri röð, svo nærri næsta manni að hann sjáist. Við þær aðstæður er mikilvægt að stilla hraðanum í hóf.
 • Farið ekki um svæði þar sem snjóflóð hafa fallið.

Í bæklingi Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Landsambands íslenskra vélsleðamanna er að finna ítarlegar upplýsingar um öryggi vélsleðafólks. Jafnframt má kynna sér allt sem viðkemur snjóflóðahættu í efni frá þeim.

Gátlistar

Fá tilboð
mail Hafa samband chat Netspjall
mail chat
close

Tryggingar

Niðurstöður

Skjöl

Niðurstöður

Annað

Niðurstöður

Fréttir

Niðurstöður

News search result

Leit

Niðurstöður

Ææ en leiðinlegt!

Við fundum því miður ekki ""

Athugaðu hvort öll leitarorðin eru rétt skrifuð, annars geturðu prófað að víkka leitina með öðrum eða almennari leitarorðum.

Ef allt um þrýtur, endilega hafðu samband

close Loka
Hafðu samband
bell

Getum við aðstoðað?

Þjónusturáðgjafar okkar aðstoða þig frá 09:00 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og frá 09:00 til 15:30 á föstudögum.

chat

Netspjallið

Þjónusturáðgjafar okkar svara frá 09:00 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og frá 09:00 til 15:30 á föstudögum.

Opna netspjall
coffee

Komdu í heimsókn

Kíktu í heim­sókn og starfs­fólkið okk­ar tek­ur vel á móti þér alla virka daga frá 12-15.

Sjá þjónustuskrifstofur
close Loka

Netspjall VÍS

Við hvern viltu spjalla?
Vinsamlegast sendu ekki lykilorð, kortanúmer eða bankaupplýsingar í gegnum netspjallið. Þú getur skráð bankaupplýsingarnar þínar á þjónustusvæði þínu, Mitt VÍS
Öll samskipti eru vistuð í gagnagrunni. Misnotkun varðar við lög.