lock search
lock search

Algengar spurningar um barnabílstóla 

Skipta um stól

Oft vill það brenna við að foreldrar séu að flýta sér að færa barnið yfir í næsta stól fyrir ofan þann búnað sem barnið er í. Mikilvægt er að láta barnið ná því viðmiði sem viðkomandi stóll er gefinn upp fyrir áður en það fer í næsta búnað fyrir ofan þar sem sá búnaður veitir oftast nær ekki eins góða vernd en búnaðurinn fyrir neðan. Sem dæmi um þetta er verið er að fara úr bílstól yfir í sessu með baki.

Of lítill stóll

Ef foreldrum finnst að stóllinn sé of lítill fyrir barnið, þó svo að það hafi ekki náð því viðmiði sem stóllinn er gefinn upp fyrir, þá á að miða við efsti hluti eyrans sé ekki kominn upp fyrir bakið á stólnum. Það að fæturnir séu komnir fram fyrir eins og í bakvísandi stólum er ekki mælikvarði á hvenær barnið er orðið of stórt. Rannsóknir sýna að áverkar á fótleggjum barna í bakvísandi stólum eru sjaldgæfir. 

Kaupa stól

Gefðu þér góðan tíma til að finna út hvaða stóll hentar barninu þínu. Veldu stól sem passar þyngd, aldri og lengd barns og vertu viss um að stóllinn passi í bílinn hjá þér. Það má t.d. kynna sér hjá framleiðendum undir liðnum ,,Fit finder“. Börn eru best varin í bakvísandi stól allt fram að þriggja til fjögurra ára aldri.
Fæðingarþyngd íslenskra barna er nokkuð há miðað við mörg önnur lönd. Því er gott að velja ungbarnabílstól sem nær upp í 13 kg þyngd en ekki bara 10 kg. Margir bakvísandi stólar sem leysa ungbarnabílstólinn af hólmi eru eingöngu upp í 18 kg, en til eru bakvísandi stólar sem ná upp í 25 kg þyngd. Þegar bakvísandi stólar eru notaðir getur verið gott að nota ,,baksýnisspegil“ fyrir barnið til að það sjái þann sem er að keyra.

Notaðir barnabílstólar

Ef kaupa á eða fá lánaðan notaðan barnabílstól er mikilvægt að þekkja sögu hans, hversu gamall hann er og fá leiðbeiningar með stólnum eða nálgast þær á vefnum hjá framleiðenda. Skoða þarf bílbelti en þau mega ekki vera trosnuð og spennan má ekki opnast án þess að ýtt sá á lásinn. Jafnframt er mikilvægt að vera viss um að stóllinn passi í þann bíl sem nota á stólinn í. Það má t.d. kynna sér hjá framleiðendum undir liðnum ,,Fit finder“.

Líftími barnabílstóla

Líftími barnabílstóla er miðaður við framleiðslumánuð viðkomandi stóls og framleiðslumánuðinn og árið má finna á stólnum sjálfum. Framleiðendur segja til um hver líftími stóla þeirra er. Sá tími getur verið mismunandi eftir framleiðendum en algengasti líftími ungbarnabílstóla er 5 ár en getur verið allt að 6 til 10 ár fyrir aðra stóla.

ISOFIX festingar

ISOFIX festingar eiga að vera í öllum bílum sem eru framleiddir eftir 2006. Þær er þó að finna í mörgum eldri bílum. Festingarnar er að finna neðst á milli baks og sætis eða neðst á baki sætisins. ISOFIX festing tryggir örugga festingu stólsins í bílinn þar sem stóllinn festist í grind bílsins. Ekki er hætta á að stóllinn sé rangt festur líkt og möguleiki er á ef ekki er farið eftir leiðbeiningum í hvívetna þegar stóll er festur með öryggisbelti bílsins.

Festa stólinn

Farið með öllu eftir leiðbeiningum sem fylgja stólnum. Ekki láta leiðbeiningar annarra duga þar sem hætta getur verið á að viðkomandi gleymi einhverju. Athugið alltaf stöðugleika stólsins þegar barnið er fest í hann þar sem ávallt er möguleiki á að ýtt hafi verið óvart á spennuna í bílbelti stólsins.

Festa barnið

Stólbeltin eiga að sitja það þétt að barninu að einungis sé hægt að setja tvo til þrjá fingur á milli og beltin mega ekki vera snúin. Beltin eiga að sitja yfir öxl barns og gæta þarf að því að beltið sé í réttu gati á baki stólsins það er sé ekki staðsett of neðarlega eða ofarlega.

Staðsetning stóls í bílnum

Barn má aldrei sitja fyrir framan virkan öryggispúða nema það sé orðið 150 sm að hæð. Börn eru best varin í aftursæti allt fram að 12 ára aldri og mikilvægt að gefa ekki afslátt á því og leyfa þeim stundum að sitja í framsæti. 

Sessa með og án baks

Sessu má byrja að nota frá 15 kg þyngd en ekki er mælt sérstaklega með þeim þar sem sessa með baki veitir ávallt betri vernd en sessa án baks. Mikilvægt er að setja bílbeltið ávallt undir lykkjuna sem er á sessunni því annars er hætta á því að sessan geti runnið undan barninu í árekstri. Á sumum sessum sem eru með baki er hægt að stilla hæðina á bakinu. Mikilvægt er að færa hæð baksins til eftir því sem barnið vex en efri brún eyrans á ekki fara upp fyrir stólbakið. Barn á að nota sessu með baki a.m.k. þar til það hefur náð 135 sm hæð eða 36 kg, gjarnan um 10 til 12 ára aldur. 

Öryggi barna í rútum og leigubílum

Ekki skal draga úr öryggi barna þó ferðast sé í rútum eða leigubílum. Athugaðu hvort fyrirtækið bjóði uppá öryggisbúnað miðað við þyngd og aldur barns þíns. Ef svo er athugaðu aldur búnaðarins. Ef enginn búnaður er til staðar taktu þá þinn eigin búnað með.

Bíllinn lendir í árekstri

Ef öryggisbúnaður er í bíl sem lendir í hörðum árekstri, bílveltu eða öðru umferðartjóni er hann ónýtur. Þó svo að ekkert sjáist á búnaðinum geta alltaf verið skemmdir í honum sem augað nemur ekki. Engar prófunarstöðvar eru til hér á landi sem skoða slíka stóla. Gott er að klippa öryggisbeltin í sundur áður en farið er með stólinn í Sorpu til að ekki sé hætta á að einhver annar noti stólinn.

Staðlar barnabílstóla

Merkingin fyrir evrópska staðla barnabílstóla er ECE R44.04. Síðustu tveir stafirnir gefa til kynna að þetta er nýjasta staðalinn sem kom út árið 2006. Evrópskir staðlar fyrir barnabílstóla eru aðrir en fyrir Bandaríkja- og Kanadamarkað. Fyrir bandarískan markað er staðallinn FMVSS en CMVSS fyrir kanadískan markað. ECE staðallinn er strangari en FMVSS og CMVSS staðlarnir og var bannað að flytja inn stóla sem uppfylla eingöngu FMVSS og CMVSS staðlana eftir 1. júlí 2013.

Gátlistar

Fá tilboð
mail Hafa samband chat Netspjall
mail chat
close

Tryggingar

Niðurstöður

Skjöl

Niðurstöður

Annað

Niðurstöður

Fréttir

Niðurstöður

News search result

Leit

Niðurstöður

Ææ en leiðinlegt!

Við fundum því miður ekki ""

Athugaðu hvort öll leitarorðin eru rétt skrifuð, annars geturðu prófað að víkka leitina með öðrum eða almennari leitarorðum.

Ef allt um þrýtur, endilega hafðu samband

close Loka
Hafðu samband
bell

Getum við aðstoðað?

Þjónusturáðgjafar okkar aðstoða þig frá 09:00 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og frá 09:00 til 15:30 á föstudögum.

chat

Netspjallið

Þjónusturáðgjafar okkar svara frá 09:00 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og frá 09:00 til 15:30 á föstudögum.

Opna netspjall
coffee

Komdu í heimsókn

Kíktu í heim­sókn og starfs­fólkið okk­ar tek­ur vel á móti þér alla virka daga frá 12-15.

Sjá þjónustuskrifstofur
close Loka

Netspjall VÍS

Við hvern viltu spjalla?
Vinsamlegast sendu ekki lykilorð, kortanúmer eða bankaupplýsingar í gegnum netspjallið. Þú getur skráð bankaupplýsingarnar þínar á þjónustusvæði þínu, Mitt VÍS
Öll samskipti eru vistuð í gagnagrunni. Misnotkun varðar við lög.