lock search
lock search

Eftirvagnar

Bíllinn

 • Í skráningarskírteini kemur fram hversu þungan eftirvagn viðkomandi bíll má draga. Ekki má draga þyngri eftirvagn en þar er tiltekið. Jafnframt verður að gæta þess að hlaða ekki of miklum búnaði í eftirvagninn þannig að hann fari yfir leyfða heildarþyngd. 
 • Ef eftirvagn byrgir baksýn ökumanns þá þarf að setja hliðarspegla á bílinn. 
 • Hámarkshraði bíls með eftirvagn er 80 km/klst. Ef eftirvagninn er ekki skráður þá er hámarkshraðinn 60 km/klst.

Vagninn

 • Eftirvagnar sem eru með heildarþyngd yfir 750 kg eiga að vera búnir hemlum.
 • Ökumaður sem er á bíl með ABS hemlum og með eftirvagn sem ekki hefur þá hemla þarf að gæta þess að ef er nauðhemlað þá er hætta á því að vagninn fari ekki sömu leið og bíllinn og getur eftirvagninn jafnvel lagst fram með bílnum.
 • Ganga verður vel frá tengibúnaði eftirvagns við bílinn og nota öryggislínuna. 
 • Skoða þarf vagninn annað hvert ár.
 • Gott er að nota eftirfarandi gátlista þegar verið er að undirbúa sumarið. 

Eldvarnir

Eldvarnir eru nauðsynlegar í eftirvögnum þar sem fastar gaslagnir eru til staðar.

 • Slökkvitæki, eldvarnarteppi, reykskynjari og gasskynjari þarf að vera til staðar. Búnaðinn þarf að yfirfara og tryggja að sé í lagi m.a. út frá líftíma.
 • Fylgjast reglulega með gaslögnum og tengingum í vagninum yfir sumarið þar sem stöðug hreyfing er til staðar þegar hann er á ferð. Láta fagmann yfirfara lagnir og tengi á fimm ára fresti i og skipta út þeim sem þörf er á.
 • Staðsetja sig ekki of nærri næsta aðila á tjaldsvæðinu til að minnka líkur á að eldur berist á milli ef kviknar í. 

Eftirvagnar og vindur

Eftirvagnar taka á sig mikinn vind og haga þarf akstri í samræmi við það.

 • Kynna sér veðurspá og vindafar áður en lagt er af stað.
 • Ef vindhviður fara í 15 til 25 m/s þá getur vindur haft mikil áhrif á umferðaröryggi. Þá þarf að endurskoða ferðaplanið.
 • Ef það er ekki mögulegt skal draga úr hraða. Ef hvessir enn frekar ber skilyrðislaust að stoppa og leggja upp í vindinn.

Gátlistar

Fá tilboð
mail Hafa samband chat Netspjall
mail chat
close

Tryggingar

Niðurstöður

Skjöl

Niðurstöður

Annað

Niðurstöður

Fréttir

Niðurstöður

News search result

Leit

Niðurstöður

Ææ en leiðinlegt!

Við fundum því miður ekki ""

Athugaðu hvort öll leitarorðin eru rétt skrifuð, annars geturðu prófað að víkka leitina með öðrum eða almennari leitarorðum.

Ef allt um þrýtur, endilega hafðu samband

close Loka
Hafðu samband
bell

Getum við aðstoðað?

Hafðu sam­band og við leys­um málið.

chat

Netspjallið

Góð leið til að fá þjón­ustu hratt og ör­ugg­lega. Þjón­ustu­full­trú­ar okk­ar svara frá 9.00 til 16.00 alla virka daga.

Opna netspjall
coffee

Komdu í heimsókn

Kíktu í heim­sókn og starfs­fólkið okk­ar tek­ur vel á móti þér.

Sjá þjónustuskrifstofur
close Loka

Netspjall VÍS

Við hvern viltu spjalla?
Vinsamlegast sendið ekki lykilorð, kortanúmer eða bankaupplýsingar í gegnum netspjallið. Öll samskipti eru vistuð í gagnagrunni. Misnotkun varðar við lög.