lock search
lock search

Dekk

Dekkin eru eini snertiflötur bílsins við veginn. Góð dekk skipta miklu máli. Þau segja mikið til um stöðugleika bílsins og eru einn af mikilvægustu öryggisþáttum hans.

Loftþrýstingur

Loftþrýstingur dekkja þarf að vera réttur. Upplýsingar um hann er yfirleitt að finna í hurðarfalsi bílstjóramegin eða í handbók. Réttur loftþrýstingur í dekkjum hefur líka áhrif á eldsneytiseyðslu bílsins.

Mynstur

Mynstur dekkja þarf að vera a.m.k. 1,6 mm að dýpt á sumrin. Dekkin mega ekki vera miseydd og þurfa að vera sömu gerðar. Á veturna á mynstursdýptin að vera 3 mm.

Vetrar- og sumarhjólbarðar

Hjólbarðar þurfa að miðast við veðurfar og aðstæður á hverjum tíma. Nokkrar tegundir eru til af vetrarhjólbörðum eins og grófkornadekk, loftbóludekk, negld dekk og heilsársdekk. Hver og einn verður að miða hjólbarðana við þær aðstæður sem bíllinn er notaður til. Þegar kólnar í veðri og hitastig fer undir 7°C þá harðna sumarhjólbarðar og geta orðið eins og hart plast í frosti og virka þá eins og skautar. Réttir hjólbarðar skipta því höfuðmáli.

Neglda hjólbarða og keðjur má ekki nota á tímabilinu 15. apríl til og með 31. október, nema að þess sé þörf vegna akstursaðstæðna. Sekt við því er kr. 20.000.- á dekk.

Bílbelti

Bílbelti hafa margsannað gildi sitt sem öryggisbúnaður. Þrátt fyrir það eru margir sem ekki nota þau. Samkvæmt tölum frá Rannsóknarnefnd umferðarslysa hefðu yfir 24 einstaklingar á árunum 2007 til 2016 lifað af umferðarslys hefðu þeir verið í bílbeltum. Það er 20% þeirra sem létust í umferðarslysum á tímabilinu og áttu þess kost að vera í bílbelti. Í könnun sem gerð er fyrir utan leikskóla landsins á hverju ári eru um 13% ökumanna án bílbeltis, þrátt fyrir að þeir hafi vitneskju um mikilvægi þeirra.

Bílbelti á meðgöngu

Bílbeltanotkun á meðgöngu er ekki síður mikilvæg en á öðrum tímapunktum í lífi hvers og eins. Ófrískar konur þurfa að huga að því að bílbeltið liggi ekki yfir kvið þeirra heldur undir kúlunni eða yfir mjaðmagrind .

Öryggispúðar

Hlutverk öryggispúða er að auka öryggi þess sem situr við hann. Við hönnun púðans er gengið út frá því að viðkomandi einstaklingur sé í bílbelti. Púðinn getur slasað óspenntan aðila þegar púðinn springur út.

Barn sem ekki hefur náð 150 sm hæð má aldrei sitja fyrir framan virkan loftpúða í framsæti, hvort sem barnið er í barnabílstól eða ekki. Þegar öryggispúðinn springur út getur hann slasað barnið alvarlega. Í sumum bílum er hægt að slökkva á loftpúðunum og þá er hægt að hafa barn í bakvísandi barnabílstól þar. Mikilvægt er að muna að börn eru almennt best varin í aftursæti bíls fram að 12 ára aldri.

Hliðarloftpúðar eða loftpúðagardínur geta verið við hliðarrúður bíla. Öruggt er fyrir barn að sitja við hlið þeirra, svo framarlega sem höfuð barnsins liggi ekki við rúðuna.

Bílrúður

Mikilvægt er að bílrúður séu ávallt hreinar, rúðublöð heil og nægur rúðuvökvi til staðar. Mikið umferðaröryggi er fólgið í því að sjá vel út um rúður bílsins. Algengt er að bílstjórar blindist af sólinni, sérstaklega þegar hún er lágt á lofti og rúður skítugar. Á veturna vill það oft brenna við að fólk nenni ekki að skafa rúðurnar á bílnum nægjanlega vel. Það fer út í umferðina án þess að sjá vel út um allar rúður bílsins og gerir ekkert annað en að bjóða hættunni heim.

Töluvert er um að ökumenn fái stein í rúðuna. Ef skemmd, sem er ekki í sjónlínu ökumanns, eftir steininn er ekki stærri en 100 kr. peningur er hægt að setja þar til gerðan límmiða yfir skemmdina og láta gera við rúðuna og sleppa þannig við þann kostnað sem fylgir því að skipta alveg um rúðu. Hægt er að nálgast límmiðann á öllum skrifstofum VÍS eða fá hann sendan heim.

Farangur

Nauðsynlegt er að ganga þannig frá farangri í bíl að hann kastist ekki til ef umferðarslys verður. Við árekstur á 50 km hraða getur þyngd hlutar tuttugu og fimmfaldast vegna þeirra krafta sem þannig verða. Taska sem er 10 kg að þyngd getur orðið 250 kg þegar hún kastast til við árekstur.

Dýr

Dýr þurfa að vera fest í bíla líkt og farangur og mannfólkið. Bílbelti fyrir hunda eru til í nokkrum stærðum. Best er að vera með búr dýranna í bílnum og búrið þá fest niður með öryggisbelti búrsins eða á annan hátt. Síðan er hægt að vera með öryggisnet eða grind á milli aftursætis bílsins og farangursrýmis. Þessar vörur er m.a. að finna í búðum sem selja búnað fyrir gæludýr.

Eftirvagnar

Í skráningarskírteini kemur fram hversu þungan eftirvagn viðkomandi bíll má draga. Ekki má draga þyngri eftirvagn en þar er tiltekið. Jafnframt verður að gæta þess að hlaða ekki of miklum búnaði í eftirvagninn þannig að hann fari yfir leyfða heildarþyngd.

Eftirvagnar sem eru með heildarþyngd yfir 750 kg eiga að vera búnir hemlum. Ökumaður sem er á bíl með ABS hemlum og með eftirvagn sem ekki hefur þá hemla þarf að gæta þess ef er nauðhemlað þá er hætta á því að vagninn fari ekki sömu leið og bíllinn og getur eftirvagninn jafnvel lagst fram með bílnum.

Hámarkshraði bíls með eftirvagn er 80 km/klst. Ef eftirvagninn er ekki skráður þá er hámarkshraðinn 60 km/klst.

Ef eftirvagn byrgir baksýn ökumanns þá þarf að setja hliðarspegla á bílinn.

Innbrot

Til að fyrirbyggja innbrot í bíla, sem eru algeng, er mikilvægt að læsa alltaf bílnum og skilja aldrei eftir verðmæta hluti í honum. Hlutir eins og leiðsögutæki, sími, sólgleraugu og töskur freista þjófa. Ef þeir eru skildir eftir er verið að bjóða hættunni heim. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að tryggingar taka lítið sem ekkert á tjónum þegar bíll er skilinn eftir ólæstur eða rúður opnar.

Gátlistar

Fá tilboð
mail Hafa samband chat Netspjall
mail chat
close

Tryggingar

Niðurstöður

Skjöl

Niðurstöður

Annað

Niðurstöður

Fréttir

Niðurstöður

News search result

Leit

Niðurstöður

Ææ en leiðinlegt!

Við fundum því miður ekki ""

Athugaðu hvort öll leitarorðin eru rétt skrifuð, annars geturðu prófað að víkka leitina með öðrum eða almennari leitarorðum.

Ef allt um þrýtur, endilega hafðu samband

close Loka
Hafðu samband
bell

Getum við aðstoðað?

Þjónusturáðgjafar okkar aðstoða þig frá 09:00 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og frá 09:00 til 15:30 á föstudögum.

chat

Netspjallið

Þjónusturáðgjafar okkar svara frá 09:00 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og frá 09:00 til 15:30 á föstudögum.

Opna netspjall
coffee

Komdu í heimsókn

Kíktu í heim­sókn og starfs­fólkið okk­ar tek­ur vel á móti þér alla virka daga frá 12-15.

Sjá þjónustuskrifstofur
close Loka

Netspjall VÍS

Við hvern viltu spjalla?
Vinsamlegast sendu ekki lykilorð, kortanúmer eða bankaupplýsingar í gegnum netspjallið. Þú getur skráð bankaupplýsingarnar þínar á þjónustusvæði þínu, Mitt VÍS
Öll samskipti eru vistuð í gagnagrunni. Misnotkun varðar við lög.