lock search
lock search

Öryggisbúnaður

Grundvallaratriði öryggis í umgengni við hesta er kunnátta og skilningur á eðli þeirra og hegðun. Umgangast þarf hross af þolinmæði og með þarfir þeirra í fyrirrúmi. Þó svo að rétt sé staðið að öllum atriðum í samskiptum við hesta geta slys orðið. Afar mikilvægt er því að nota öryggisbúnað sem hannaður er til að koma í veg fyrir slys og til þess að verja knapann gegn meiðslum. Þetta á við um alla sem stunda hestamennsku, áhugamenn sem og reynslumikið fagfólk.

Öryggisbúnaður

Lágmarksöryggisbúnaður hvers hestamanns er reiðhjálmur, öryggisvesti, reiðskór, endurskinsmerki, hanskar og öryggisístöð. Þess ber að geta að listinn er engan veginn tæmandi yfir öryggisbúnað.

Lög um persónulegan öryggisbúnað - CE merking

Til að mega selja persónulegan öryggisbúnað í EES löndum verður hann að uppfylla öryggisstaðla. CE merkið er staðfesting á því að vara uppfylli öryggisstaðal og þar með grunnkröfur varðandi heilsu og öryggismál fyrir viðkomandi vöruflokk. Merkið skal vera sýnilegt, auðlesið og varanlegt.

Hjálmur

Reiðhjálmur er staðalbúnaður hestamanns í reið, en það getur einnig verið ástæða til að nota hjálm við aðrar aðstæður. Hverjum hjálmi eiga að fylgja leiðbeiningar um stillingar og umhirðu. Í kulda er hægt að nota sérstakar húfur sem passa undir hjálminn. Hjálmur veitir vörn við höfuðáverkum, en jafnvel létt högg á höfuð geta valdið heilahristingi. Alvarlegir höfuðáverkar geta haft varanleg áhrif á heilsu og líf fólks.

Stillingar

Lesið notendaleiðbeiningar. Hjálmur verður að passa notanda til þess að veita vörn. Hjálmur sem ekki passar (í flestum tilfellum of stór) veitir falskt öryggi. Hökuól hjálmsins þarf að vera stillanleg og læsing hans auðveld í notkun. Hjálmurinn verður að sitja vel og rétt til að veita fullkomna vörn. Mismunandi gerðir hjálma geta hentað mismunandi höfuðlagi, hjálmurinn á að vera þægilegur fyrir notandann.

Börn

Það er afar mikilvægt að barn fái hjálm sem passar því fullkomlega á hverjum tíma. Ekki kaupa of stóran hjálm sem barnið vex upp í. Stillanlegir barnahjálmar eru vinsælir og góðir því hjálmurinn þarf að sitja rétt til að veita nauðsynlega vörn.

Merkingar sem eiga að vera sýnilegar inni í hjálmi:

  • EN 1384 er staðall fyrir reiðhjálma og á þetta merki líka að vera inni í „hattahjálmum“. Ef hjálmurinn ber merkið EN 812 þá er hann ekki hjálmur heldur eins konar „höggdeyfihúfa“ sem veitir alls ekki sömu vörn og reiðhjálmur.
  • CE merkið.
  • Texti eða mynd sem merkir að hjálmurinn sé reiðhjálmur.
  • Stærð í sentímetrum.
  • Nafn, vörumerki og annað sem einkennir framleiðandann.
  • Ár og ársfjórðungur/mánuður framleiðslu.
  • ATH! Hjálmur sem hefur orðið fyrir höggi er ekki lengur öruggur og ber að taka úr notkun umsvifalaust.

Reiðskór og reiðstígvél

Í umgengni við hesta og í reið, er mikilvægt að nota skó sem henta umhverfinu jafnt sem verkefninu. Sterkir skór með grófum sóla sem síður renna á hálum hesthúsgólfum eða í vetrarhálku stuðla að auknu öryggi, t.d. þegar verið er að teyma hest. Á hestbaki á hins vegar að nota skó sem ekki hafa of grófan sóla. Grófur sóli getur valdið því að knapi festist í ístaðinu detti hann af baki. Mikilvægt er að skór hafi hæl. Hællinn varnar því að fótur renni fram í ístaðið og festist.

Öryggisvesti

Í mörgum öðrum löndum teljast öryggisvesti til skyldubúnaðar ungra hestamanna (yngri en 14 ára). Öryggisvesti veitir vörn gegn áverka á baki og brjóstkassa sem geta orðið ef knapi dettur af baki eða ef hestur hnýtur og knapi lendir undir honum. Vestið dregur úr áhrifum höggs með því að dreifa þrýstingnum. Það verndar til að mynda gegn áverkum af völdum steins sem knapi lendir á. Öryggisvesti dregur úr hættu á að rif, viðbein, hryggjarliðir, herðablöð o.s.frv. brotni við fall, og notkun þess minnkar líkur á mænuskaða vegna falls af hestbaki.

Endurskinsmerki

Það er nauðsynlegt að bera endurskinsmerki, bæði fyrir knapa og hross, í ljósaskiptum eða myrkri, hvort sem knapi er gangandi eða á hestbaki. Notkun endurskinsmerkja tryggir að akandi vegfarendur sjái umferð manna og hesta í myrki.

Ef knapi dettur af baki getur hann misst hestinn frá sér og hann stefnt út í umferðina með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Þess vegna þarf hesturinn líka að bera endurskinsmerki. Þau endurskinsmerki sem talin eru henta best fyrir hrossið eru endurskin sem höfð eru neðarlega á fótum þess. Endurskin fyrir knapann eru t.a.m. endurskinsvesti og þar til gerðir lampar sem festir eru á vinstri kálfa. Hvítt ljós vísar fram og rautt ljós aftur. Aðrar útfærslur endurskinsmerkja eru t.d. endurskinsmerki sem fest eru á ístöð, í tagl hesta, á stígvél og á hjálma.

Hanskar

Notkun hanska til að auka gripið um tauminn, hvort sem er þegar hestur er teymdur/hringteymdur eða þegar knapi er á hestbaki, getur komið í veg fyrir meiðsl, t.d. ef hestur reynir að rífa sig lausan. Í miklum kulda geta hendur kólnað og þar með minnkar gripið. Því er áríðandi að nota hlýja vettlinga sem henta vel til reiðmennsku.

Öryggisístöð

Öryggisístöð eru hönnuð með það í huga að koma í veg fyrir að knapi festist í ístaði við fall af hestbaki og dragist á eftir hesti sínum.

Algengustu öryggisístöð eru eftirfarandi:

  • Önnur hlið ístaðsins opnast og fóturinn losnar úr því. 
  • Ístöð með S-bogum eru algengust hér á landi. S-boginn gefur pláss fyrir fótinn til að snúast úr ístaðinu við fall af baki. Boginn sem vísar fram skal vera utanfótar.
  • Ístöð með grind að framan eru oft notuð fyrir börn til að fóturinn renni ekki fram í ístaðið.Sérstaklega er mælt með notkun slíkra ístaða fyrir börn undir 12 ára aldri. 

ATH! Gætið þess að ístöðin snúi rétt.

Gátlistar

Fá tilboð
mail Hafa samband chat Netspjall
mail chat
close

Tryggingar

Niðurstöður

Skjöl

Niðurstöður

Annað

Niðurstöður

Fréttir

Niðurstöður

News search result

Leit

Niðurstöður

Ææ en leiðinlegt!

Við fundum því miður ekki ""

Athugaðu hvort öll leitarorðin eru rétt skrifuð, annars geturðu prófað að víkka leitina með öðrum eða almennari leitarorðum.

Ef allt um þrýtur, endilega hafðu samband

close Loka
Hafðu samband
bell

Getum við aðstoðað?

Þjónusturáðgjafar okkar aðstoða þig frá 09:00 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og frá 09:00 til 15:30 á föstudögum.

chat

Netspjallið

Þjónusturáðgjafar okkar svara frá 09:00 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og frá 09:00 til 15:30 á föstudögum.

Opna netspjall
coffee

Komdu í heimsókn

Kíktu í heim­sókn og starfs­fólkið okk­ar tek­ur vel á móti þér alla virka daga frá 12-15.

Sjá þjónustuskrifstofur
close Loka

Netspjall VÍS

Við hvern viltu spjalla?
Vinsamlegast sendu ekki lykilorð, kortanúmer eða bankaupplýsingar í gegnum netspjallið. Þú getur skráð bankaupplýsingarnar þínar á þjónustusvæði þínu, Mitt VÍS
Öll samskipti eru vistuð í gagnagrunni. Misnotkun varðar við lög.