lock search
lock search

Fóður
Það er misjafnt hvaða fóður hentar hundinum og hversu oft þarf að fóðra hann á hverjum degi. Um er að ræða þurrmat, dósamat, heimilismat, hráfóður og grænmeti. Oftast hentar hundum best að fá alltaf mat á föstum tíma á daginn og a.m.k. einu sinni til tvisvar á dag.

Fylgjast þarf með því hvernig hundinum líkar fóðrið og hvernið það fer í hann. Ákveðinn heimilismat ber að forðast, svo sem súkkulaði, elduð bein, lauk, vínber, rúsínur, kryddaðan mat og feitar sósur svo dæmi sé tekið. Til að átta sig á því hvort fóðrið henti hundinum er hægt að fylgjast með hvort hann fari úr hárum, hvernig hægðir eru og hvort hann eigi auðvelt með að koma þeim frá sér, hvort feldurinn sé fallegur og hvort mikil lykt sé af honum.

Gæta þarf þess að fóðrið henti aldri, ástandi og  hreyfingu hundsins. Sem dæmi þarf að passa að hvolpar fái fóður sem hentar þeim. Ef keypt er tilbúið hundafóður er gott að velja fóður frá þekktum framleiðanda. Hundeigandi  þarf alltaf að vera meðvitaður um að hundurinn getur fengið ofnæmi vegna þess fóðurs sem honum er gefið.  

Umhverfi
Gæta þarf að því að ekkert sé í umhverfi hunda sem þeir geta meitt sig á. Má þar nefna glerbrot, eiturefni og litla hluti sem þeir geta étið. Ákveðnar tegurnir smáhunda þola illa að hoppa niður úr hæð, t.d. stól og þarf að gæta þess að þeir komi sér ekki í slíkar aðstæður. Opin hundasvæði eru nokkuð notuð af hundaeigendum en þá þarf hundurinn að þola vel nærveruna annarra hunda.

Þjálfun
Hundaeigendur vilja að hundar þeirra hlýði þeim og séu vel þjálfaðir. Margir eiga erfitt með að ná góðum árangri þar og geta þjálfunarnámskeið þá hjálpað til við undirstöðuatriðin. Eins ef hundurinn er viðkvæmur fyrir umhverfishljóðum þá eru til námskeið sem hjálpa hundinum að aðlagast þeim.

Umgengni
Hundur þarf að læra  hver það er sem ræður og hverjum hann á að hlýða. Að þessu þarf að huga t.d. ef krakkar biðja um að fá að fara í göngutúr með hundinn eða hann á að fara í pössun. Einnig þarf að gera þeim grein fyrir ábyrgð þess sem passar eða er með hundinn.  Ábyrgðin felst m.a. í því að  þrifa upp eftir hann, hafa hundinn í taumi og láta hann ekki flaðra upp um  ókunnuga. Best er að biðja hundeiganda um leyfi til að fá að klappa hundi, lofa hundinum að þefa af sér og byrja á því að klappa honum á bakinu en ekki fara beint í andlit hans.

Ekki má setja hundinn í aðstæður sem hann ræður ekki við. Þá er hætta á að hann bregðist illa við og reyni að verja sig með því að bíta frá sér. Ef hundur er í gulu bandi (gulahund.se) þá segir það okkur að hann þurfi ákveðið rými í kringum sig. Það getur meðal annars verið vegna þjálfunar, erfiðleika, veikinda eða erfiðrar reynslu af öðrum hundum.

Heilsa
Hreyfing er öllum hundum mikilvæg og bætir alhliða heilsu þeirra.
Ofnæmi getur verið vandamál hjá hundum og einkenni þess er oftast kláði. Það getur stafað af fæðu, grasi, eiturefnum í umhverfinu, frjókornum og lyfjum svo eitthvað sé nefnt.  Finna þarf út af hverju ofnæmið er , t.d. með því að breyta fóðrinu og fylgjast með einkennum. Einnig er hægt að láta gera ofnæmispróf hjá dýralækni

Taumur
Margar tegundir og útfærslur eru til af taumum og mismunandi hvað hverjum líkar. Margir mæla með því að nota beisli frekar en ól þar sem hálsinn er viðkvæmur þegar togað er í tauminn og hætta á að barki, skjaldkirtill eða bak hundsins skaðist. Mikilvægt er að velja taum með endurskini til að auka öryggi hundsins þegar hann er úti í myrkri.
Best er að kenna hundi strax í upphafi að ganga í taumi með þeim hætti að taumurinn sé slakur og hundurinn labbi við hæl þess sem heldur í hann. 

Ökutæki 

Hundar eiga að vera festir þegar farið er með þá í bíl líkt og mann­fólkið. Bíl­belti fyr­ir hunda eru til í nokkr­um stærðum. Best er þó að vera með búr hunds í bíln­um og búrið fest niður með ör­ygg­is­belti búrs­ins eða á ann­an hátt. Eins er hægt að vera með ör­ygg­is­net eða grind á milli aft­ur­sæt­is bíls­ins og far­ang­urs­rým­is. Þess­ar vör­ur er m.a. að finna í búðum sem selja búnað fyr­ir gælu­dýr.

Gátlistar

Fá tilboð
mail Hafa samband chat Netspjall
mail chat
close

Tryggingar

Niðurstöður

Skjöl

Niðurstöður

Annað

Niðurstöður

Fréttir

Niðurstöður

News search result

Leit

Niðurstöður

Ææ en leiðinlegt!

Við fundum því miður ekki ""

Athugaðu hvort öll leitarorðin eru rétt skrifuð, annars geturðu prófað að víkka leitina með öðrum eða almennari leitarorðum.

Ef allt um þrýtur, endilega hafðu samband

close Loka
Hafðu samband
bell

Getum við aðstoðað?

Þjónusturáðgjafar okkar aðstoða þig frá 09:00 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og frá 09:00 til 15:30 á föstudögum.

chat

Netspjallið

Þjónusturáðgjafar okkar svara frá 09:00 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og frá 09:00 til 15:30 á föstudögum.

Opna netspjall
coffee

Komdu í heimsókn

Kíktu í heim­sókn og starfs­fólkið okk­ar tek­ur vel á móti þér alla virka daga frá 12-15.

Sjá þjónustuskrifstofur
close Loka

Netspjall VÍS

Við hvern viltu spjalla?
Vinsamlegast sendu ekki lykilorð, kortanúmer eða bankaupplýsingar í gegnum netspjallið. Þú getur skráð bankaupplýsingarnar þínar á þjónustusvæði þínu, Mitt VÍS
Öll samskipti eru vistuð í gagnagrunni. Misnotkun varðar við lög.