lock search
lock search

Hesthúsið

Hesthúsið og allt umhverfi þess þarf að miða að því að óvanir komist slysalaust frá því.

Umgengni um hesthúsið

 • Forðist að gefa hestum brauð/nammi beint úr hendinni. Setjið það frekar í stallinn.
 • Stíuhurðir eiga að vera lokaðar. Lausir hestar í hesthúsinu skapa hættu.
 • Hafið ró og næði í hesthúsinu. Samtöl skulu fara fram í venjulegri tónhæð. Taka ber tillit til þess að hestar heyra mun betur en manneskjur. Rifrildi, öskur og óvænt hljóð geta hrætt þá.
 • Ef nálgast á hest aftan frá má ekki koma honum að óvörum, gott er að undirbúa hann með því að tala við hann.
 • Ekki hlaupa í hesthúsinu nema í neyð. Passið vel að börn hlaupi ekki eða klifri í milligerðum og í stöllum.
 • Hver hlutur á að vera á sínum stað. Reiðtygi eiga ekki að liggja á hesthúsganginum. Ef hestur stígur í ístað eða ól getur hann dregið viðkomandi hlut með sér og fælst.
 • Aldrei reykja í eða við hesthúsið
 • Skartgripir og opnir skór eiga ekki heima í hesthúsi.
 • Forðist að hlusta á tónlist með heyrnartólum eða tala í síma nálægt hrossum. Það skerðir athyglina varðandi hrossið og umhverfið.
 • Teyma skal hest í taumi, ekki halda bara í múl. Aldrei skal vefja taum utan um hönd. Ef hestur reynir að slíta sig burt frá knapa þarf taumurinn að geta runnið úr hendinni, annars geta komið alvarlegir áverkar á höndina og knapinn jafnvel dregist með.

Aðbúnaður hesthúsa

 • Athugið að dyr séu nógu breiðar þannig að ekki sé hætta á því að hnakkur á baki hestsins geti fests á leið út eða að maður sem teymir hest um dyrnar geti kramist milli hests og stafs. Tvískiptar hurðir geta verið slysagildra þar sem fólk opnar oft bara aðra hurðina.
 • Hesthúsagangar þurfa að vera það breiðir að öruggt sé að fara um þá.
 • Útihurðir á að vera auðvelt að opna og hægt að tylla þeim svo þær skelli t.d. ekki á hest í roki.
 • Stíuhurðir þarf að vera auðvelt að opna að innan.
 • Hafið grindur fyrir þeim gluggum sem hestar komast að
 • Ekki er gott að setja hesta saman í stíu sem ekki eru sáttir við hvorn annan. Það eykur hættu á slagsmálum. 
 • Setjið sand til að forðast hálku utanhúss og sjáið einnig til þess að gólfið í hesthúsinu sé ekki hált.

Gátlistar

Fá tilboð
mail Hafa samband chat Netspjall
mail chat
close

Tryggingar

Niðurstöður

Skjöl

Niðurstöður

Annað

Niðurstöður

Fréttir

Niðurstöður

News search result

Leit

Niðurstöður

Ææ en leiðinlegt!

Við fundum því miður ekki ""

Athugaðu hvort öll leitarorðin eru rétt skrifuð, annars geturðu prófað að víkka leitina með öðrum eða almennari leitarorðum.

Ef allt um þrýtur, endilega hafðu samband

close Loka
Hafðu samband
bell

Getum við aðstoðað?

Þjónusturáðgjafar okkar aðstoða þig frá 09:00 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og frá 09:00 til 15:30 á föstudögum.

chat

Netspjallið

Þjónusturáðgjafar okkar svara frá 09:00 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og frá 09:00 til 15:30 á föstudögum.

Opna netspjall
coffee

Komdu í heimsókn

Kíktu í heim­sókn og starfs­fólkið okk­ar tek­ur vel á móti þér alla virka daga frá 12-15.

Sjá þjónustuskrifstofur
close Loka

Netspjall VÍS

Við hvern viltu spjalla?
Vinsamlegast sendu ekki lykilorð, kortanúmer eða bankaupplýsingar í gegnum netspjallið. Þú getur skráð bankaupplýsingarnar þínar á þjónustusvæði þínu, Mitt VÍS
Öll samskipti eru vistuð í gagnagrunni. Misnotkun varðar við lög.