lock search
lock search

Hestar og umferð

Margar hættur geta verið þegar umferð hesta og vélknúinna ökutækja skarast

Hestamönnum fjölgar stöðugt á Íslandi og eru nú um 11.000 félagar í 47 hestamannafélögum. Áætlaður fjöldi hesta er um 80.000.

Öruggasta umhverfi til útreiða er aflokað rými eða sérstakir reiðstígar þar sem ekki er önnur umferð. Sérstakir reiðstígar eru ekki margir á Íslandi og oftar en ekki liggja þeir meðfram vegum þar sem umferð ýmissa farartækja og/eða gangandi fólks er.

Stærstu hesthúsahverfin liggja mjög nálægt þéttbýli þar sem ekki er hægt að ganga að tillitssemi við hestamenn og hross vísri. Afleiðingar áreksturs milli bíls og hests geta verið mjög alvarlegar enda vegur meðalhestur um 370 kg og knapi er illa varinn ef hann lendir í slysi.

Hvað gerir hestamenn öruggari í umferðinni?
Hestur telst til „farartækja“ og hefur sama rétt á að fara um vegi og bílar.

 • Knapar verða að þekkja almennar umferðarreglur. Í blandaðri umferð er góð regla að nota sömu bendingar og hjólreiðamenn til að sýna hvert maður stefnir.
 • Hægri reglan gildir þegar riðið er hest þannig að ríða skal hægra megin á vegi, eins nálægt kanti og hægt er. Þegar hestur er teymdur á vegi skal teyma hann hægra megin á veginum og skal maðurinn vera næst umferðinni, þ.e.a.s. vinstra megin við hestinn.
 • Nota skal reiðvegi þar sem þeir eru fyrir hendi.
 • Hestamenn mega ekki ríða eftir gangstéttum eða merktum göngustígum. 
 • Ef hópur af reiðmönnum þverar veg telst hópurinn ein heild og ökumenn mega ekki keyra í gegnum hópinn heldur eiga þeir að bíða þangað til síðasti hestur er kominn yfir. Vegna hópeðlis hesta getur verið mjög hættulegt að skipta hópnum. Hestarnir sem eftir verða geta orðið órólegir og tekið upp á því að hlaupa á eftir hinum sem undan hafa farið. Það er góð regla þegar farið er yfir veg að fremsti knapi gefi merki og allir þveri veginn samtímis. 
 • Forðist að ríða úti á bílvegum. 
 • Þakkið bílstjórum sem hægja ferðina og taka tillit. Bílstjóri sem hefur fengið vinalegt „takk“ frá reiðmanni sýnir frekar tillitssemi næst þegar hann mætir hesti.
 • Reynið að gera ykkur sýnileg fyrir bílstjórum. 
 • Ef hestur verður órólegur, reynið þá að ná sambandi við bílstjórann og gefa honum merki um að hægja ferðina eða stoppa. 
 • Reynið að vera eins langt til hægri á vegkantinum og kostur er. 
 • Gott er að fara af baki ef mætt er vélhjólum eða sleðum.


Hestar hafa næma heyrn. Þeir eru viðkvæmir fyrir hátíðnihljóðum en heyra lágtíðnihljóð verr en mannfólkið. Hestar hræðast bæði hljóð og hreyfingu mótorhjóla og þar sem þeir eru flóttadýr bregðast þeir við ógn með því að hlaupa eins og þeir eigi lífið að leysa. Við slíkar aðstæður skapast mikil hætta á slysum hjá hestamönnum og mikilvægt að mótorhjólamenn taki tillit til þessa.

Til að auka skilning og samvinnu á milli hestamanna og mótorhjólamanna var farið í samvinnu á milli hestamannafélaga, mótorhjólaklúbba og tryggingarfélaga. Veggspjaldog myndband var búið til og eiga Hestamannafélagið Fákur og Vélhjólaíþróttaklúbburinn veg og vanda af því.

Mótorhjól og hestar

Til að auka skilning og samvinnu á milli hestamanna og mótorhjólamanna var farið í samvinnu á milli hestamannafélaga, mótorhjólaklúbba og tryggingarfélaga. Veggspjald og myndband var búið til og eiga Hestamannafélagið Fákur og Vélhjólaíþróttaklúbburinn veg og vanda af því.

Fá tilboð
mail Hafa samband chat Netspjall
mail chat
close

Tryggingar

Niðurstöður

Skjöl

Niðurstöður

Annað

Niðurstöður

Fréttir

Niðurstöður

News search result

Leit

Niðurstöður

Ææ en leiðinlegt!

Við fundum því miður ekki ""

Athugaðu hvort öll leitarorðin eru rétt skrifuð, annars geturðu prófað að víkka leitina með öðrum eða almennari leitarorðum.

Ef allt um þrýtur, endilega hafðu samband

close Loka
Hafðu samband
bell

Getum við aðstoðað?

Þjónusturáðgjafar okkar aðstoða þig frá 09:00 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og frá 09:00 til 15:30 á föstudögum.

chat

Netspjallið

Þjónusturáðgjafar okkar svara frá 09:00 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og frá 09:00 til 15:30 á föstudögum.

Opna netspjall
coffee

Komdu í heimsókn

Kíktu í heim­sókn og starfs­fólkið okk­ar tek­ur vel á móti þér alla virka daga frá 12-15.

Sjá þjónustuskrifstofur
close Loka

Netspjall VÍS

Við hvern viltu spjalla?
Vinsamlegast sendu ekki lykilorð, kortanúmer eða bankaupplýsingar í gegnum netspjallið. Þú getur skráð bankaupplýsingarnar þínar á þjónustusvæði þínu, Mitt VÍS
Öll samskipti eru vistuð í gagnagrunni. Misnotkun varðar við lög.