Tryggingin bætir brot á fram-, aftur- og hliðarrúðum ökutækisins.
Stærsta hlutfall tjónagreiðslna VÍS stafar af umferðatjónum og slysum á fólki
Fá tilboðÁbyrgðartrygging er lögboðin þannig að svo lengi sem ökutækið er í notkun, þarf slík trygging að vera fyrir hendi. Hún tekur á þeim tjónum sem aðrir verða fyrir af völdum notkunar ökutækisins. Slysatrygging ökumanns og eigenda er innifalin í tryggingunni. Ef ökumaður farartækis sem tryggt er hjá VÍS veldur tjóni þarf eigandi þess ekki að borga neina sjálfsábyrgð þrátt fyrir fulla sök, ólíkt því sem gerist hjá sumum keppinauta okkar!
Keppnisviðauki
Skráningarskyld ökutæki með lögboðnar tryggingar hjá VÍS þurfa að vera með sérstakan keppnisviðauka ef þau eru notuð við æfingar og/eða keppnir í akstursíþróttum. Þetta gildir um öll skráningarskyld ökutæki (t.d. bíla, mótorhjól og vélsleða). Sjá nánar.
Þegar ökutæki er notað erlendis
Ábyrgðartrygging ökutækis sem keypt er hér á landi gildir í flestum Evrópulöndum. Ábyrgðartrygging ökutækja gildir hins vegar ekki sjálfkrafa í ríkjum utan Evrópu né heldur í nokkrum Evrópulöndum utan EES. Í þeim tilfellum þarf svokallað Grænt kort.
Vísitölur ökutækjatrygginga
Ökutækjatryggingar fylgja þremur mismunandi vísitölum. Þeim er ætlað að endurspegla verðbreytingar á því sem bætt er úr hverri tryggingu og hafa þær áhrif á iðgjöld. Vísitölurnar eru unnar af óháðum þriðja aðila. Sjá nánar.
Tryggingin bætir brot á fram-, aftur- og hliðarrúðum ökutækisins.
Skráningarskyld ökutæki með lögboðnar tryggingar hjá VÍS þurfa að vera með sérstakan keppnisviðauka ef þau eru notuð við æfingar og/eða keppnir í akstursíþróttum.
VÍS veitir fornbílaeigendum sérkjör á ábyrgðar- og kaskótryggingum fornbíla.
Tryggingaskilmálar eru samningur þinn við VÍS. Skilmálar eru jafn mismunandi og þeir eru margir og því mikilvægt að kynna sér þá vel. Sérstaklega er mikilvægt að kynna sér vel bótasvið tryggingarinnar, þ.e. hvað er bætt og hvað ekki, áður en tryggingin er tekin.
F plús hentar öllum sem vilja tryggja fjölskylduna og innbúið.
Líftrygging getur skipt sköpum við óvænt fráfall fjölskyldumeðlims.
Alvarleg veikindi gera sjaldan boð á undan sér.
Ef þér er annt um bílinn eða hefur ekki efni á að missa hann er rétt að kaskótryggja.
Við fundum því miður ekki ""
Athugaðu hvort öll leitarorðin eru rétt skrifuð, annars geturðu prófað að víkka leitina með öðrum eða almennari leitarorðum.
Ef allt um þrýtur, endilega hafðu samband
Hafðu samband og við leysum málið.
Góð leið til að fá þjónustu hratt og örugglega. Þjónustufulltrúar okkar svara frá 9.00 til 16.00 alla virka daga.
Opna netspjallKíktu í heimsókn og starfsfólkið okkar tekur vel á móti þér.
Sjá þjónustuskrifstofur