Bílrúðutrygging
Bílrúðutrygging er valkvæð trygging sem býðst með lögboðinni ábyrgðartryggingu ökutækis.
Fá tilboðÞað margborgar sig að velja bílrúðutryggingu
Bílrúðutrygging bætir brot á fram, aftur- og hliðarrúðum ásamt ísetningarkostnaði við rúðuskipti. Ef skipta þarf um framrúðu nemur sjálfsábyrgðin 20%. Ef unnt er að gera við skemmdina þá er það að kostnaðarlausu.
Bílrúðuplástur yfir skemmdina
Ef skemmdin er minni en stærð 100 krónu penings eru góðar líkur á að hægt sé að gera við hana. Ekki er heimilt að gera við skemmd sem er í sjónlínu ökumanns, heldur skal skipt um rúðuna í slíkum tilfellum. Best er að fara eins fljótt og auðið er með bílinn á viðurkennt verkstæði þar sem sérfræðingar meta hvort hægt sé að gera við skemmdina.
Öruggast er að setja bílrúðulímmiða (bílrúðuplástur) yfir skemmdina við fyrsta tækifæri til að verjast óhreinindum og raka. Þannig eru auknar líkur á að rúðuviðgerðin heppnist. Gott er að eiga bílrúðulímmiða í hanskahólfinu, en hann er hægt að nálgast á næstu þjónustuskrifstofu VÍS. Framrúðuviðgerð er varanleg. Ekki þarf að greiða sjálfsábyrgð við viðgerð og því er aðgerðin tryggingartaka að kostnaðarlausu.
Ekki þarf að tilkynna bílrúðubrot til VÍS ef leitað er beint til viðurkennds bílrúðuverkstæðis sem er í samstarfi við VÍS.
Innifalið
Valkvæðar viðbætur
Nánari upplýsingar
Tryggingaskilmálar eru samningur þinn og vátryggingafélagsins þíns. Skilmálar eru jafn mismunandi og þeir eru margir og því mikilvægt að kynna sér þá vel. Mikilvægt er að kynna sér vel bótasvið tryggingarinnar, þ.e. hvað er bætt og hvað ekki, áður en tryggingin er tekin.
Skilmálar og nánari upplýsingar
Hér er að finna upplýsingar um viðurkennd bílrúðuverkstæði sem eru í samstarfi við VÍS.