Barnabílstólar
Panta barnabílstólBarn í bíl í stól frá VÍS
Það er hagkvæmt að leigja barnabílstól hjá VÍS og auðvelt að skipta honum út eftir því sem barnið stækkar.
Afgreiðsla barnabílstóla er á Smiðshöfða 3-5, 110 Reykjavík. Öll umsýsla stóla á höfuðborgarsvæðinu fer fram þar þ.e. afgreiðsla, skil og skipti. Við vekjum athygli á því að aðeins viðskiptavinir VÍS geta leigt barnabílstóla.
Forvarnir og fræðsla
FORVARNARRÁÐ TENGD ÖRYGGI BARNA Í BÍLNUM
Á hverju ári slasast yfir 20 börn, 6 ára og yngri, sem farþegar í bílum. Með góðum öryggisbúnaði hefði verið hægt að koma í veg fyrir mörg þessara slysa eða draga verulega úr áverkum.
Enginn ætti að ferðast með barnið í bíl án viðeigandi öryggisbúnaðar. Hann getur skilið á milli lífs og dauða við slys.