lock search
lock search

Yfirlýsing um vinnslu upplýsinga

Tilgangur upplýsingaöflunar
Áhættumat Lífís (VÍS) er miðað við þær upplýsingar sem fram koma á þessari beiðni en
upplýsingaöflun félagsins er forsenda fyrir vátryggingasamningi þessum, sbr. ákvæði XIII kafla laga um
vátryggingasamninga nr. 30/2004. Þær upplýsingar sem umsækjandi veitir í þessari beiðni eru
nauðsynlegar fyrir Lífís (VÍS) til að meta áhættu þess. Ef upplýsingar sem veittar eru á þessari beiðni
gefa tilefni til frekari skoðunar getur í sumum tilfellum reynst nauðsynlegt að afla upplýsinga um fyrra
heilsufar vátryggðs hjá læknum, sjúkrastofnunum eða öðrum sem hafa undir höndum slíkar
upplýsingar. Tilgangur þeirrar upplýsingaöflunar er að skera úr um hvort vátrygging sé veitt með
sérstöku álagi, hvort tiltekin áhætta sé undanskilin í vátryggingunni eða hvort félagið synji henni. Ef
vátryggingaratburður hefur orðið greiðast bætur í samræmi við framangreindar upplýsingar.
Mikilvægt er að tilkynna Lífís (VÍS) um allar breytingar sem verða á vátryggingartímabilinu.


Vinnsla upplýsinganna og réttur vátryggingartaka
Farið er með allar upplýsingar sem trúnaðarmál og um þær gildir þagnaskylda. Upplýsingarnar munu
eingöngu vera nýttar í því skyni að koma á eða viðhalda vátryggingunni, samkvæmt umsókn þessari
eða til þess að meta hugsanlegan bótarétt vegna vátryggingaratburðar. Í heimild þessari felst einnig
heimild til starfsmanna sjúkrastofnana til að vinna þær upplýsingar sem Lífís (VÍS) óskar eftir.
Upplýsingar, sem aflað er samkvæmt heimild þessari, má einungis nota við meðferð máls míns eða
vátryggðs hjá Lífís og eftir atvikum gerð örorkumats eða annars sambærilegs mats. Upplýsingar og
gögn sem aflað er samkvæmt heimild þessari má einungis afhenda þeim starfsmönnum Lífís (VÍS)
og/eða endurtryggjendum sem annast afgreiðslu málsins. Telji Lífís (VÍS) nauðsynlegt að afla
sérfræðiálits læknis í tengslum við meðferð málsins er félaginu jafnframt heimilt að afhenda lækni
gögnin í því skyni. Vátryggður eða sá aðili sem fer með forsjá vegna vátryggðs í barnatryggingu getur,
samkvæmt skriflegri beiðni, fengið afhent þau gögn sem geymd eða skráð eru um hann í tengslum við
barnatrygginguna. Óski vátryggður eða forsjármaður vátryggðs eftir því að gögnum er varða
vátrygginguna sé eytt þarf hann að óska eftir því skriflega og verður þá sú beiðni tekin til skoðunar í
samræmi við verklagsreglur Lífís (VÍS). Gögn sem aflað er á grundvelli þessa samþykkis eru varðveitt á
öruggan hátt í þann tíma sem vátryggður eða forsjármaður hans kann að byggja réttindi sín á
upplýsingunum, þ.e. eins og lög mæla fyrir um eða svo lengi sem málefnanleg ástæða er til.

Samþykki
Ég lýsi hér með yfir að ég sem forráðamaður, hef svarað öllum spurningunum á þessari beiðni og
staðfesti hér með að svör mín eru samkvæmt bestu vitund, sannleikanum samkvæm og engu er leynt
er kann að skipta máli við áhættumat vegna vátryggingarinnar. Ég geri mér grein fyrir að rangar
og/eða ófullkomnar upplýsingar um vátryggðan geta valdið missi bótaréttar að hluta eða að öllu leyti.
Ég heimila Lífís (VÍS) og/eða trúnaðarlækni þess að afla upplýsinga og gagna, þar á meðal úr
sjúkraskrám, frá læknum, heilbrigðisstofnunum og öðrum meðferðaraðilum er varða vátryggðan nú
og einnig um fyrri sjúkdóma sem máli skipta við mat á áhættu vegna þessarar vátryggingar. Jafnframt
heimila ég félaginu að afla nauðsynlegra upplýsinga og gagna frá öðrum líftrygginga-og
vátryggingafélögum, eftir því sem þörf er, vegna áhættumats. Ég geri mér grein fyrir nauðsyn þess að
afla sem ítarlegastra upplýsinga um heilsufar vátryggðs vegna vátryggingartökunnar ef upplýsingar á
vátryggingarbeiðninni gefa tilefni til frekari skoðunar. Ég samþykki að unnið verði með viðkvæmar
persónuupplýsingar sem varða vátryggðan eins og lýst er hér að framan og geri mér grein fyrir
tilgangi vinnslunnar. Í framangreindri yfirlýsingu felst samþykki til vinnslu persónuupplýsinga skv.
lögum nr. 77/2000 um persónuvernd og persónuupplýsingar en heimilt er að afturkalla samþykki
þetta hvenær sem er með skriflegri yfirlýsingu til félagsins.
Mér hafa verið kynntir skilmálar vátryggingarinnar og samþykki þá.

Útgefandi líf- og sjúkdómatrygginga er Líftryggingafélag Íslands, Ármúla 3, 108 Reykjavík.

Fá tilboð
mail Hafa samband chat Netspjall
mail chat
close

Tryggingar

Niðurstöður

Skjöl

Niðurstöður

Annað

Niðurstöður

Fréttir

Niðurstöður

News search result

Leit

Niðurstöður

Ææ en leiðinlegt!

Við fundum því miður ekki ""

Athugaðu hvort öll leitarorðin eru rétt skrifuð, annars geturðu prófað að víkka leitina með öðrum eða almennari leitarorðum.

Ef allt um þrýtur, endilega hafðu samband

close Loka
Hafðu samband
bell

Getum við aðstoðað?

Þjónusturáðgjafar okkar aðstoða þig frá 09:00 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og frá 09:00 til 15:30 á föstudögum.

chat

Netspjallið

Þjónusturáðgjafar okkar svara frá 09:00 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og frá 09:00 til 15:30 á föstudögum.

Opna netspjall
coffee

Komdu í heimsókn

Kíktu í heim­sókn og starfs­fólkið okk­ar tek­ur vel á móti þér alla virka daga frá 12-15.

Sjá þjónustuskrifstofur
close Loka

Netspjall VÍS

Við hvern viltu spjalla?
Vinsamlegast sendu ekki lykilorð, kortanúmer eða bankaupplýsingar í gegnum netspjallið. Þú getur skráð bankaupplýsingarnar þínar á þjónustusvæði þínu, Mitt VÍS
Öll samskipti eru vistuð í gagnagrunni. Misnotkun varðar við lög.