Stök ferðatrygging

Við bjóðum upp á stak­ar ferðatrygg­ing­ar sem henta viðskipta­vin­um okk­ar sem eru ekki með F plús.

Fá tilboð

Við bjóðum upp á stakar ferðatryggingar sem henta viðskiptavinum okkar sem eru ekki með F plús. Val er um fjóra bótaþætti og samið er um gildistíma og fjárhæðir tryggingarinnar.

Ertu að fara á HM?

Ef þú ferðast til Rúss­lands með Fan ID á meðan HM stend­ur þarftu ekki und­ir­ritaða ferðastaðfest­ingu til að skila inn í rúss­neska sendi­ráðið. Við mæl­um þó með því að þú sæk­ir staðfest­ingu ferðatrygg­ing­ar sem alltaf er gott að hafa með sér og þarfn­ast ekki und­ir­rit­un­ar okk­ar. Ef þú ætl­ar hins veg­ar að ferðast til Rúss­lands án Fan ID eða utan tíma­bilið 5. júní til 25. júlí þá þarftu ferðastaðfest­ingu með und­ir­skrift frá okk­ur til þess að fá vega­bréfs­árit­un inn í landið. Ferðastaðfest­ing­una get­ur þú nálg­ast á næstu þjón­ustu­skrif­stofu okk­ar.

Ferðaslysatrygging

Þú færð bætur ef þú slasast í frítíma, við heimilisstörf, í námi eða íþróttum.

Meðal annars vegna:

 • Andláts
 • Varanlegrar læknisfræðilegrar örorku
 • Tannbrots

Ferðasjúkra- og ferðarofstrygging

Sjúkrakostnaður erlendis
Þú færð erlendan sjúkrakostnað bættan ásamt ýmsum öðrum kostnaði vegna veikinda.
Þú færð ekki greiddar bætur vegna sjúkdóma, meðferðar eða veikinda sem voru fyrir hendi áður en tryggingin var tekin eða ef þú varst búinn að greiða ferðakostnað eða staðfestingargjald.

Ferðarof 
Þú færð bætur ef þú þarft nauðsynlega að fara fyrr heim.

Meðal annars vegna:

 • Alvarleg slyss, skyndilegra veikinda eða andláts náins skyldmennis.
 • Verulegs eignartjóns á heimili eða einkafyrirtæki þínu.

Samfylgd í neyð

Þú færð bætur vegna aukins kostnaðar við að fylgja þér heim ef eitthvað kemur upp á.

Farangurstrygging

Þú færð tjón bætt sem verða farangri vegna:

 • Bruna
 • Ráns
 • Flutningsslysa
 • Skemmdarverka
 • Týnist alveg í flutningi
 • Þjófnaðar úr híbýlum, bílum, húsvögnum og bátum

Forfallatrygging

Þú færð bætur vegna fyrirframgreidds ferðakostnaðar ef þú átt ekki rétt á endurgreiðslu frá flugfélagi eða ferðaskrifstofu.

Meðal annars vegna:

 • Alvarleg slyss, skyndilegra veikinda eða andláts þíns eða fjölskyldu.
 • Verulegs tjóns á heimili eða einkafyrirtæki þínu.

 

Innifalið

Valkvæðar viðbætur


Smáa letrið

Hér getur þú nálgast frekari upplýsingar um ferðatryggingu VÍS. Tryggingaskilmálar eru samningur þinn og vátryggingafélagsins þíns. Skilmálar eru jafn mismunandi og þeir eru margir og því mikilvægt að kynna sér þá vel. Mikilvægt er að kynna sér bótasvið tryggingarinnar vel, þ.e. hvað er bætt og hvað ekki, áður en tryggingin er tekin.Algengt val annara með ferðatryggingu

F plús pakka

Fjórar F plús tryggingar eru í boði þannig að allir ættu að finna það sem hentar þeirra þörfum og óskum um tryggingavernd fyrir fjölskylduna.

Líf- og sjúkdómatryggingu

Með líf- og sjúkdómatryggingu hjá VÍS býrð þú þér og þínum nánustu öruggari og áhyggjulausari framtíð.

H plús trygging

H plús sameinar húsnæðistryggingar einstaklinga í eina tryggingu

Fá til­boð Hafa samband
mail Hafa samband chat Netspjall
close

Tryggingar

Niðurstöður

Skjöl

Niðurstöður

Annað

Niðurstöður

Fréttir

Niðurstöður

Leit

Niðurstöður

Ææ en leiðinlegt!

Við fundum því miður ekki ""

Athugaðu hvort öll leitarorðin eru rétt skrifuð, annars geturðu prófað að víkka leitina með öðrum eða almennari leitarorðum.

Ef allt um þrýtur, endilega hafðu samband

close Loka
Hafðu samband

Við viljum heyra frá þér

bell

Getum við aðstoðað?

Sendu okk­ur fyr­ir­spurn, ábend­ingu, hrós eða kvört­un. Hafðu samband og við leys­um málið.

chat

Netspjallið

Góð leið til að fá þjón­ustu hratt og ör­ugg­lega. Þjónustufulltrúar okkar svara frá 9.00 til 16.30 alla virka daga.

Opna netspjall
coffee

Komdu í heimsókn

Þjón­ustu­skrif­stof­ur VÍS er að finna víða um land. Kíktu í heim­sókn og starfs­fólkið okkar tek­ur vel á móti þér.

Sjá þjónustuskrifstofur