Hoppa yfir valmynd

Ferða­trygging
F plús

Ef þú ert með F plús fjölskyldutrygginguunderlinegetur þú bætt við hana ferðatryggingu F plús sem er víðtæk ferðatrygging. Ef þú vilt kaupa fjölskyldutryggingu F plús og ferðatryggingu F plús smellir þú á Fá tilboð takkann og velur flokkinn Fjölskylda og innbú. Ef þú ert nú þegar með fjölskyldutryggingu F plús og vilt bæta ferðatryggingu F plús við þá er auðveldast að senda okkur tölvupóst á vis@vis.is.

Nánari upplýs­ingar um ferða­trygg­ingu F plús

Ferðatrygging F plús inniheldur:

Helsti kosturinn við að vera bæði með ferðatryggingu kreditkorts og ferðatryggingu F plús er sá að ef til tjóns kemur færðu greitt úr báðum tryggingum ef um er að ræða umfangsmikið tjón. Ef ferðatrygging kreditkorts bætir ekki tjón að fullu getur þú sótt í ferðatryggingu F plús.

Tryggingin gildir í 92 daga frá brottför en hægt er að kaupa framlengingu á gildistíma í allt að eitt ár. Ef þú ætlar að dvelja erlendis umfram gildistíma ferðatrygginga bendum við þér á Sjúkrakostnaðartryggingu erlendis.

Ferðatrygging er valkvæð í F plús 1, 2, 3 og 4 tryggingunum okkar. Munur er á bótafjárhæðum, upphæð eigin áhættu og hversu víðtæk verndin er eftir því um hvaða F plús tryggingu er að ræða.

Bera saman F plús
Nánari upplýsingar um ferðatryggingu F plús

Stað­festing ferða­trygg­ingar

Í ákveðnum tilvikum þarftu að staðfesta við þriðja aðila að þú sért með ferðatryggingar. Það eru helst sjúkrastofnanir sem þú leitar til erlendis vegna alvarlegs slyss eða alvarlegra veikinda sem þurfa slíka staðfestingu.

Sendiráð, ferðaþjónustuaðilar og aðrir sem skipuleggja hópferðir geta einnig óskað eftir því að fá ferðatryggingar þínar staðfestar áður en ferðalag hefst.

Sækja staðfestinguNánari upplýsingar
Staðfesting ferðatryggingar

Innifalið í tryggingunni

Forfallatrygging

Forfallatrygging tryggir þér endurgreiðslu á fyrirframgreiddri ferð þinni til útlanda ef upp kemur atvik sem verður til þess að þú komist ekki í ferðina.

Lesa meira

Ferðasjúkra- og ferðarofstrygging erlendis

Ef slys eða veikindi verða erlendis. Tryggingin bætir kostnað vegna læknishjálpar og sjúkrahúsdvalar ásamt því að greiða aukaútgjöld ef þú þarft að fara heim fyrr en áætlað var.

Lesa meira

Farangurstrygging erlendis

Þegar við ferðumst fylgja okkur ýmsir verðmætir hlutir.

Farangurstrygging erlendis bætir tjón á farangri þínum ef hann týnist eða skemmist í flutningi eða ef farangrinum er rænt á ferðalaginu.

Lesa meira

Farangurstafatrygging

Skilaði taskan sér ekki? Það er ekki skemmtilegt að lenda í því á flugvelli erlendis að fá ekki töskuna sína eftir flug. Farangurstafatrygging tryggir þér ákveðna fasta upphæð til þess að kaupa nauðsynjar á meðan þú bíður eftir því að taskan skili sér.

Lesa meira

Skilmálar, afslættir og aðrar upplýsingar

Tryggingaskilmálar eru samningur þinn við VÍS. Mikilvægt er að þú kynnir þér skilmálana vel og áttir þig á því hvað er bætt og hvað er ekki bætt, áður en tryggingin er tekin.

Í upplýsingaskjali er að finna stutta samantekt á helstu þáttum tryggingarinnar. Upplýsingaskjöl eru stöðluð skjöl sem öllum tryggingafélögum ber að birta og auðveldar þannig viðskiptavinum tryggingafélaganna að bera saman tryggingar og sjá hvað þær bæta og bæta ekki.

Afslættir og aðrar upplýsingar

Ert þú með ferða­trygg­ingar ferða­trygg­ingu F plús?

Vantar þig aðstoð? Þarftu að bregðast við tjóni? Þarftu að tilkynna tjón?

Getum við aðstoðað?

Fyrstu viðbrögð við tjóni

Tilkynna tjón
Ert þú með ferðatryggingar ferðatryggingu F plús?
Forvarnir
Frítími

Ferðamennska

Ferðamönn­um hef­ur fjölgað mjög und­an­far­in ár, bæði inn­lend­um og er­lend­um og ferðamennska þeirra breyst. Göngu­ferðir hafa auk­ist mikið, ásamt því að felli­hýsi, tjald­vagn­ar, hjól­hýsi og hús­bíl­ar eru vin­sæl­ir ferðamát­ar yfir sum­ar­tím­ann. All­ir vilja kom­ast heil­ir heim. Til að svo megi verða er góður und­ir­bún­ing­ur ferðalags mik­il­væg­ur. Hann get­ur hins veg­ar verið mjög mis­mun­andi eft­ir því hvert för­inni er heitið, hvernig er ferðast og hvernig viðrar. 
Lesa meira

Ef þú ert með ferðatryggingar

gætir þú einnig haft áhuga á eftirfarandi tryggingum.

Fjöl­skyldu- og innbús­trygg­ingar

Öll eigum við það sameiginlegt að geta lent í óvæntum uppákomum á lífsleiðinni sem valda tjóni á innbúi eða slysum á fólki. Þess vegna er mikilvægt að þú tryggir fjölskylduna þína vel og hlutina sem þið eigið.

readMoreText

Fast­eigna­trygg­ingar

Oftast eru kaup á fasteign ein stærsta fjárfesting sem við ráðumst í á lífsleiðinni. Því er mikilvægt að við pössum upp á að eignin sé rétt tryggð til að lágmarka fjárhagslegar afleiðingar eignatjóns.

readMoreText

Ökutækja­trygg­ingar

Öll getum við gert mistök í umferðinni eða lent í aðstæðum sem leiða til tjóns. Því er mikilvægt að vera með góðar ökutækjatryggingar. 

readMoreText

Líf- og heilsu­trygg­ingar

Enginn býst við því að missa heilsuna eða lenda í alvarlegu slysi en staðreyndin er þó sú að allir geta lent í þeim aðstæðum. Fjárhagslegt öryggi fjölskyldunnar er tryggt með góðum líf- og heilsutryggingum.

readMoreText

Dýra­trygg­ingar

Dýrin þarf að tryggja rétt eins og aðra fjölskyldumeðlimi. Með því að tryggja hestinn þinn, hundinn eða köttinn kemur þú í veg fyrir að lenda í ófyrirséðum kostnaði samhliða því að hafa áhyggjur af velferð dýrsins þíns.

readMoreText