Evrópska sjúkratryggingakortið
Þegar Íslendingar ferðast í löndum EES og Sviss eiga þeir rétt á þjónustu sjúkrahúsa innan almenna heilbrigðiskerfisins séu þeir handhafar Evrópska sjúkratryggingarkortsins.
Þess ber þó að geta að undanskilinn er kostnaður sem fellur til á einkasjúkrahúsum og allur sjúkraflutningur. Þennan kostnað er hægt að fá greiddan úr F plús, kreditkortaryggingum eða stökum ferðatryggingum.
Til þess að eiga rétt á þjónustu gjaldfrjálst þarf að framvísa Evrópska sjúkratryggingarkortinu. Kortið fæst hjá Sjúkratryggingum Íslands og er einfalt að sækja um kortið á heimasíðu þeirra.