Hoppa yfir valmynd

Bíla­leigu­trygging kred­it­korts

Bílaleigutrygging kreditkortsunderlineer trygging fyrir tjóni á bílaleigubíl sem tekinn er á leigu erlendis. Þessi vernd er einungis innifalin í ferðatryggingum ákveðinna kreditkorta.

Nánari upplýs­ingar um bíla­leigu­trygg­ingu kred­it­korts

Þau kreditkort sem innihalda tryggingu fyrir tjóni á bílaleigubíl sem tekinn er á leigu erlendis eru:

Íslandsbanki

  • Gull viðskiptakort (GT83 )
  • Platinum kort, Platinum viðskiptakort (GT84 )
  • MasterCard Platinum, MasterCard Premium, Business Icelandair (GT87 )

Sparisjóðirnir

Ef þú lendir í tjóni á bílaleigubíl erlendis skaltu skoða vel hvort þú sækir í tryggingu kreditkortsins þíns eða tryggingu bílaleigunnar. Korthafi leggur sjálfur út fyrir tjóninu og fær síðan endurgreitt við heimkomu ef tjón telst bótaskylt.

Bílaleigur bjóða oft upp á tryggingar sem innihalda einnig ýmis konar þjónustu eins og vegahjálp og aðstoð við að fá nýjan bíl ef þú lendir í tjóni eða ef bíllinn bilar. Bílaleigutrygging kreditkorta er yfirleitt einungis almenn kaskótrygging og viðbótar ábyrgðartrygging og inniheldur ekki slíka þjónustu.

Nánari upplýsingar um bílaleigutryggingu kreditkorts

Tryggingin gildir

  • Aðeins fyrir einn bílaleigubíl í einu.
  • Aðeins fyrir leigu á bílaleigubíl í 31 dag eða skemur.
  • Aðeins ef korthafi er skráður sem fyrsti ökumaður á bílaleigusamninginn. Aðrir ökumenn sem geta fallið undir trygginguna eru maki, sambýlismaki, börn, foreldrar, tengdaforeldrar, systkini, viðskiptavinur og samstarfsmaður. Hugsanlegt er að bílaleigur krefjist þess að ef ökumaður er annar en korthafi að hann skrifi einnig undir leigusamninginn.

Tryggingin gildir ekki

  • Á Íslandi, Rússlandi, fyrrum lýðveldum Sovétríkjanna (Eystrasaltsríkin undanskilin), Afríku (Suður-Afríka undanskilin) eða innan dvalarlands korthafa, t.d. ef korthafi er búsettur erlendis vegna náms eða starfs eða hefur búið samfellt í a.m.k. 180 daga erlendis.
  • Vegna leigu á sérstaklega hraðskreiðum ökutækjum s.s. Aston Martin, Ferrari, Porche, McLaren (sjá nánar í skilmála tryggingarinnar).
  • Eftirtalin ökutæki falla ekki undir þessa tryggingu: Vörubílar, dráttarvélar, hvers konar vinnuvélar, tengivagnar, hjólhýsi, bifhjól, rafhjól, létt bifhjól, torfærubílar til aksturs utan vega, tómstundafarartæki, húsbílar þyngri en 7,5 tonn, sendiferðabifreiðar og ökutæki með fleiri en 9 sætum.

Vinsamlegast athugaðu að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmálum tryggingarinnar.
Sé ósamræmi milli upptalningarinnar og skilmálanna þá gilda skilmálarnir.

Innifalið í tryggingunni

Kaskótrygging bílaleigutryggingar

Bílaleigutrygging kreditkorts inniheldur kaskótryggingu (e. Loss Damage Waivier and/​or Collision Damage Waiver).

Lesa meira

Viðbótarábyrgðar­trygging bílaleigutryggingar

Bílaleigutrygging kreditkorts inniheldur viðbótarábyrgðartryggingu (e. Supplementary Liability Insurance).

Lesa meira

Skilmálar og aðrar upplýsingar

Tryggingaskilmálar eru samningur þinn við VÍS. Mikilvægt er að þú kynnir þér skilmálana vel og áttir þig á því hvað er bætt og hvað er ekki bætt, áður en tryggingin er tekin.

Aðrar upplýsingar

Ert þú með bíla­leigu­trygg­ingu kred­it­korts?

Vantar þig aðstoð? Þarftu að bregðast við tjóni? Þarftu að tilkynna tjón?

Getum við aðstoðað?

Fyrstu viðbrögð við tjóni

Tilkynna tjón
Ert þú með bílaleigutryggingu kreditkorts?
Forvarnir
Frítími

Ferðamennska

Ferðamönn­um hef­ur fjölgað mjög und­an­far­in ár, bæði inn­lend­um og er­lend­um og ferðamennska þeirra breyst. Göngu­ferðir hafa auk­ist mikið, ásamt því að felli­hýsi, tjald­vagn­ar, hjól­hýsi og hús­bíl­ar eru vin­sæl­ir ferðamát­ar yfir sum­ar­tím­ann. All­ir vilja kom­ast heil­ir heim. Til að svo megi verða er góður und­ir­bún­ing­ur ferðalags mik­il­væg­ur. Hann get­ur hins veg­ar verið mjög mis­mun­andi eft­ir því hvert för­inni er heitið, hvernig er ferðast og hvernig viðrar. 
Lesa meira

Ef þú ert með ferðatryggingar

gætir þú einnig haft áhuga á eftirfarandi tryggingum.

Fjöl­skyldu- og innbús­trygg­ingar

Öll eigum við það sameiginlegt að geta lent í óvæntum uppákomum á lífsleiðinni sem valda tjóni á innbúi eða slysum á fólki. Þess vegna er mikilvægt að þú tryggir fjölskylduna þína vel og hlutina sem þið eigið.

readMoreText

Fast­eigna­trygg­ingar

Oftast eru kaup á fasteign ein stærsta fjárfesting sem við ráðumst í á lífsleiðinni. Því er mikilvægt að við pössum upp á að eignin sé rétt tryggð til að lágmarka fjárhagslegar afleiðingar eignatjóns.

readMoreText

Ökutækja­trygg­ingar

Öll getum við gert mistök í umferðinni eða lent í aðstæðum sem leiða til tjóns. Því er mikilvægt að vera með góðar ökutækjatryggingar. 

readMoreText

Líf- og heilsu­trygg­ingar

Enginn býst við því að missa heilsuna eða lenda í alvarlegu slysi en staðreyndin er þó sú að allir geta lent í þeim aðstæðum. Fjárhagslegt öryggi fjölskyldunnar er tryggt með góðum líf- og heilsutryggingum.

readMoreText

Dýra­trygg­ingar

Dýrin þarf að tryggja rétt eins og aðra fjölskyldumeðlimi. Með því að tryggja hestinn þinn, hundinn eða köttinn kemur þú í veg fyrir að lenda í ófyrirséðum kostnaði samhliða því að hafa áhyggjur af velferð dýrsins þíns.

readMoreText