lock search
lock search

COVID-19 og greiðsla iðgjalda

Mikil óvissa er framundan vegna COVID-19 og erfitt er að meta hversu lengi hún varir. Margir viðskiptavina okkar horfa fram á breyttar aðstæður og ekki er ólíklegt að sá hópur fari stækkandi á næstu vikum. Umfang greiðsluvandans er því ekki enn að fullu komið fram.

Á þessum óvissutímum, ætlum við ekki að einblína á ein mánaðarmót heldur leggja áherslu á að vera til staðar fyrir viðskiptavini okkar, bæði fyrirtæki og einstaklinga, sem lenda í greiðsluvandræðum. Í því felst t.a.m. að veita viðskiptavinum okkar greiðslufresti, þeim að kostnaðarlausu.

Leiðir fyrir viðskiptavini í greiðsluvanda:

  • Að „frysta" greiðslur á tryggingum sem þýðir að hægt er að færa gjalddaga og eindaga, án kostnaðar fyrir viðskiptavini okkar.*
    • 60 daga „frysting“.
    • 90 daga „frysting“.
  • Hægt er að dreifa því sem „fryst" er, í allt að 12 mánuði án kostnaðar.
  • Á meðan greiðslur eru „frystar“ eru viðskiptavinir okkar tryggðir.

Sláðu á þráðinn til okkar í síma 560 5000, spjallaðu við okkur á netspjallinu á vis.is eða sendu okkur tölvupóst á vis@vis.is. Við bendum stjórnendum fyrirtækja að hafa samband við okkur á fyrirtaeki@vis.is. Ekki hika við að heyra í okkur ef við getum aðstoðað þig. Saman finnum við lausn.


Hvað þýðir þetta? Hér kemur dæmi:

  • Viðskiptavinur með bíl í tryggingu og iðgjöldin eru 120.000 á ári. Greiðslan er í 12 jöfnum greiðslum og hann borgar því 10.000 kr. mánaðarlega. Viðskiptavinur okkar biður um frestun á gjalddögum; fyrir apríl, maí og júní sem eru samtals 30.000 kr. Hann semur um að greiða iðgjöldin á 12 mánuðum og greiðir frá og með júlí. Hann greiðir 10.000 kr. í venjulegu greiðsluna og 2.500 kr. af greiðsludreifingunni sem þýðir samtals 12.500 kr.

* Takmarkanir:

  • Ekki fyrir viðskiptavini sem voru í vanskilum fyrir mars 2020.
Fá tilboð
mail Hafa samband chat Netspjall
mail chat
close

Tryggingar

Niðurstöður

Skjöl

Niðurstöður

Annað

Niðurstöður

Fréttir

Niðurstöður

News search result

Leit

Niðurstöður

Ææ en leiðinlegt!

Við fundum því miður ekki ""

Athugaðu hvort öll leitarorðin eru rétt skrifuð, annars geturðu prófað að víkka leitina með öðrum eða almennari leitarorðum.

Ef allt um þrýtur, endilega hafðu samband

close Loka
Hafðu samband
bell

Getum við aðstoðað?

Þjónusturáðgjafar okkar aðstoða þig frá 09:00 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og frá 09:00 til 15:30 á föstudögum.

chat

Netspjallið

Þjónusturáðgjafar okkar svara frá 09:00 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og frá 09:00 til 15:30 á föstudögum.

Opna netspjall
coffee

Komdu í heimsókn

Kíktu í heim­sókn og starfs­fólkið okk­ar tek­ur vel á móti þér alla virka daga frá 12-15.

Sjá þjónustuskrifstofur
close Loka

Netspjall VÍS

Við hvern viltu spjalla?
Vinsamlegast sendu ekki lykilorð, kortanúmer eða bankaupplýsingar í gegnum netspjallið. Þú getur skráð bankaupplýsingarnar þínar á þjónustusvæði þínu, Mitt VÍS
Öll samskipti eru vistuð í gagnagrunni. Misnotkun varðar við lög.