Hoppa yfir valmynd

Bruna­trygging húseigna í smíðum

Ef þú ert að byggja þarftuunderlineað tryggja eignina gegn eldsvoða, sama á hvaða byggingarstigi hún er. Þetta gildir um allar tegundir húseigna, hvort sem um er að ræða íbúðarhúsnæði, atvinnuhúsnæði, bílageymslur, útihús, sumarhús eða hesthús. 

Nánari upplýs­ingar um bruna­trygg­ingu húseigna í smíðum

  • Það er lögboðið að tryggja húseignir á öllum byggingarstigum vegna bruna. Brunatrygging húseigna í smíðum er tekin á meðan á byggingarframkvæmdum stendur, áður en brunabótamat er komið á eignina.
  • Mikilvægt er að þú óskir eftir brunabótamati nýbyggingar, ekki seinna en fjórum vikum eftir að húseignin hefur verið tekin í notkun og komir upplýsingum um matið til okkar.
  • Þegar þú kaupir brunatryggingu húseigna í smíðum myndast sjálfkrafa vernd hjá Náttúruhamfaratryggingu Íslands vegna ýmissa náttúruhamfara.
  • Við mælum með því að þú kynnir þér byggingatryggingu ef þú vilt tryggja húseignina þína enn betur. Byggingatrygging er sérsniðin trygging fyrir alla húsbyggjendur sem vilja hafa sitt á hreinu á meðan byggt er. Tryggingin samanstendur af bruna-, húseigenda-, slysa- og ábyrgðartryggingu og miðast við að tryggja þig og þitt eins vel og hægt er á meðan á framkvæmdum stendur.
Nánari upplýsingar um brunatryggingu húseigna í smíðum

Tryggingin bætir

  • Brunatjón.
  • Skyndilegt sótfall.
  • Fall loftfara á húseign.
  • Slökkvi- og björgunaraðgerðir til að forðast eða takmarka tjón.

Tryggingin bætir ekki

  • Skemmdir sem verða ef hlutir sviðna eða bráðna ef eldur er ekki laus.
  • Skemmdir vegna sóts eða reyks sem safnast hefur smám saman. Til dæmis vegna sóts frá reykháfi eða kertum.
  • Óbeint tjón vegna bruna eins og rekstrartap, töf á framleiðslu eða afhendingu vöru, missi húsaleigutekna og þess háttar.
  • Kostnað vegna hreinsunar úrgangs- eða eiturefna í umhverfi eða jarðvegi vegna bótaskylds atburðar.

Trygging frá Náttúruhamfaratryggingu Íslands er einnig innifalin. Sú trygging bætir tjón vegna eldgosa, jarðskjálfta, skriðufalla, snjóflóða og vatnsflóða.

Vinsamlegast athugaðu að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmálum tryggingarinnar.
Sé ósamræmi milli upptalningarinnar og skilmálanna þá gilda skilmálarnir.

Þarftu meiri vernd?

Byggingatrygging

Byggingatrygging er fyrir alla húsbyggjendur sem vilja hafa sitt á hreinu á meðan byggt er. Tryggingin samanstendur af bruna-, húseigenda-, slysa- og ábyrgðartryggingu og miðast við að tryggja þig og þitt eins vel og hægt er á meðan á framkvæmdum stendur.

Lesa meira

Skilmálar, afslættir og aðrar upplýsingar

Tryggingaskilmálar eru samningur þinn við VÍS. Mikilvægt er að þú kynnir þér skilmálana vel og áttir þig á því hvað er bætt og hvað er ekki bætt, áður en tryggingin er tekin.

Í upplýsingaskjali er að finna stutta samantekt á helstu þáttum tryggingarinnar. Upplýsingaskjöl eru stöðluð skjöl sem öllum tryggingafélögum ber að birta og auðveldar þannig viðskiptavinum tryggingafélaganna að bera saman tryggingar og sjá hvað þær bæta og bæta ekki.

Afslættir og aðrar upplýsingar

Ert þú með bygg­inga­trygg­ingu?

Vantar þig aðstoð? Þarftu að bregðast við tjóni? Þarftu að tilkynna tjón?

Getum við aðstoðað?

Fyrstu viðbrögð við tjóni

Tilkynna tjón
Ert þú með byggingatryggingu?
Forvarnir
Heimilið

Eldvarnir

Um helm­ing­ur bruna á heim­il­um teng­ist raf­magni og raf­magns­tækj­um. Þar af er helm­ing­ur út frá elda­vél­um eða 25% allra bruna á heim­il­um. Í kring­um jól og ára­mót eru brun­ar tengd­ir kert­um og kertaskreyt­ing­um al­geng­ast­ir. Í Hand­bók heim­il­is­ins um eld­varn­ir sem Eld­varna­banda­lagið gaf út eru upplýsingar sem all­ir ættu að kynna sér. Bókina er einnig hægt að nálgast á ensku og pólsku.
Lesa meira

Ef þú ert með eignatryggingar

gætir þú einnig haft áhuga á eftirfarandi tryggingum.

Fjöl­skyldu- og innbús­trygg­ingar

Öll eigum við það sameiginlegt að geta lent í óvæntum uppákomum á lífsleiðinni sem valda tjóni á innbúi eða slysum á fólki. Þess vegna er mikilvægt að þú tryggir fjölskylduna þína vel og hlutina sem þið eigið.

readMoreText

Ökutækja­trygg­ingar

Öll getum við gert mistök í umferðinni eða lent í aðstæðum sem leiða til tjóns. Því er mikilvægt að vera með góðar ökutækjatryggingar. 

readMoreText

Líf- og heilsu­trygg­ingar

Enginn býst við því að missa heilsuna eða lenda í alvarlegu slysi en staðreyndin er þó sú að allir geta lent í þeim aðstæðum. Fjárhagslegt öryggi fjölskyldunnar er tryggt með góðum líf- og heilsutryggingum.

readMoreText

Ferða­trygg­ingar

Ertu að skipuleggja ferðalag? Hvort sem þú ert að fara í frí, nám, vinnuferð eða vegna annarra erinda, mælum við með því að þú farir yfir það hvort þú sért með ferðatryggingar sem henta þér.

readMoreText

Dýra­trygg­ingar

Dýrin þarf að tryggja rétt eins og aðra fjölskyldumeðlimi. Með því að tryggja hestinn þinn, hundinn eða köttinn kemur þú í veg fyrir að lenda í ófyrirséðum kostnaði samhliða því að hafa áhyggjur af velferð dýrsins þíns.

readMoreText