
Barnatrygging
Barnatrygging veitir foreldrum eða forsjáraðilum vernd fyrir tekjumissi og ófyrirséðum kostnaði vegna alvarlegs slyss eða alvarlegra veikinda barns. Tryggingin inniheldur einnig örorkuvernd en hún hjálpar barninu að öðlast fjárhagslegt sjálfstæði á fullorðinsárum valdi slys eða sjúkdómur varanlegri örorku.
Nánari upplýsingar um barnatryggingu
- Barnatrygging samanstendur af átta bótaþáttum og þú getur valið um þrjár leiðir. Leið eitt inniheldur góða vernd á góðu verði, leið tvö er vinsælasta val foreldra og leið þrjú inniheldur hæstu tryggingafjárhæðirnar.
- Þú getur tekið trygginguna þegar barn er á aldrinum 1 mánaðar til 16 ára og gildir tryggingin til 18 ára aldurs.
- Ef tryggingartaki barnatryggingar, yngri en 65 ára, fellur frá á gildistíma tryggingarinnar, greiðir VÍS iðgjald tryggingarinnar þar til barnið nær 18 ára aldri.
- Börn eru líf- og sjúkdómatryggð til 18 ára aldurs í gegnum tryggingu foreldra. Hér getur þú séð yfirlit yfir þá viðbótarvernd sem foreldrar fá með því að kaupa barnatryggingu ef líf- og sjúkdómatrygging foreldra er til staðar ásamt F plús fjölskyldutryggingu.

Skilmálar og aðrar upplýsingar
Tryggingaskilmálar eru samningur þinn við VÍS. Mikilvægt er að kynna sér skilmálana vel og átta sig á því hvað er bætt og hvað er ekki bætt, áður en tryggingin er tekin. Við bendum á að ítarlegri upplýsingar um trygginguna er að finna hér fyrir neðan.
Aðrar upplýsingar
