Bakvísandi barnabílstóll
Mælt er sérstaklega með bakvísandi barnabílstólum fyrir börn yngri en 3-4 ára. Sænskar rannsóknir hafa sýnt að í alvarlegum umferðaróhöppum þurfa börn ekki á aðhlynningu að halda í 90% tilfella ef þau eru í bakvísandi barnabílstól. Þetta sama hlutfall er um 60% fyrir börn í framvísandi barnabílstólum.
Barnið er betur varið með bakið í átt að akstursstefnu þar sem þyngd höfuðs þess er hlutfallslega mun meiri af líkamsþyngd en hjá fullorðnum. Höfuðið er um 6% af heildar líkamsþyngd fullorðinna, en 25% hjá 9 mánaða gömlum börnum. Norsk fræðslumynd sýnir muninn á öryggi framvísandi og bakvísandi barnabílstóla vel.