Valmynd Loka

Samfélagsábyrgð - Samfélag

Eitt af hlutverkum VÍS er að stuðla að öryggi í samfélaginu með öflugum forvörnum. Við úthlutun styrkja úr samfélagssjóði VÍS er lögð áhersla á verkefni sem efla forvarnir ásamt því að horft er til mannúðar-, æskulýðs- og umhverfismála.

Fjölmörg verkefni hafa orðið að veruleika samfara úthlutun úr sjóðnum. Við hjá VÍS erum mjög stolt af því.

Árið 2017 úthlutar VÍS tvisvar sinnum úr samfélagssjóði sínum, í janúar og júní. Næsta úthlutun verður 17. janúar 2017. Tekið verður á móti umsóknum fyrir þá úthlutun frá 17. október – 17. desember 2016 á netfangið styrkur@vis.is

 

Umsóknum þarf að fylgja:

  • Upplýsingar um nafn, heimilisfang, kennitölu, síma og netfang þess sem sækir um og tengilið verkefnis, ef á við.
  • Greinargóð lýsing á verkefninu eða viðfangsefninu og markmiðum þess.
  • Upphæð sem sótt er um.

Samfélagssjóður VÍS styrkir ekki:

  • Einstaklinga, nemendur, fyrirtæki, íþróttafélög og önnur félagasamtök til náms eða ferðalaga, hvort heldur sem er innanlands eða erlendis.
  • Trúfélög, kosningaherferðir nemenda eða stjórnmálaflokka.
  • Verkefni á grundvelli persónulegra hagsmuna eða viðskiptatengsla.
  • Beiðni um auglýsingar eða styrktarlínur í blöð og tímarit skulu að berast á auglysingar@vis.is

Öllum umsóknum verður svarað þegar tekin hefur verið afstaða til þeirra og styrkveitingar gerðar opinberar. 

Fá til­boð Hafa samband
mail Hafa samband chat Netspjall
close

Tryggingar

Niðurstöður

Skjöl

Niðurstöður

Annað

Niðurstöður

Fréttir

Niðurstöður

Leit

Niðurstöður

Ææ en leiðinlegt!

Við fundum því miður ekki ""

Athugaðu hvort öll leitarorðin eru rétt skrifuð, annars geturðu prófað að víkka leitina með öðrum eða almennari leitarorðum.

Ef allt um þrýtur, endilega hafðu samband