Hoppa yfir valmynd

Kaskó­trygging bifhjóla

Kaskó­trygg­ing bif­hjóls er valfrjálsunderlineviðbótartrygg­ing við bifhjólatryggingu. Trygg­ing­in hef­ur víðtækt bóta­svið og er fá­an­leg fyr­ir all­ar gerðir bif­hjóla. Kaskótrygging bætir tjón á bif­hjóli vegna áreksturs sem þú eða ökumaður á þínum vegum er valdur að. Tryggingin bætir einnig ýmis önnur tjón á bifhjólinu, þar á meðal tjón vegna eldsvoða, skemmdarverka, þjófnaðar og ýmissa veðurtengdra atvika.

Nánari upplýs­ingar um kaskó­trygg­ingu bifhjóla

Þegar þú kaupir kaskótryggingu velur þú upphæð eigin áhættu en það er sú upphæð sem þú greiðir lendir þú í tjóni. VÍS greiðir svo mismun eigin áhættu og heildarkostnaðar vegna tjóns. Fjárhæð eigin áhættu hefur áhrif á iðgjaldið en því hærri sem eigin áhætta er því lægra er iðgjaldið. Algengast er að viðskiptavinir okkar velji að eigin áhætta í kaskótryggingu bifhjóla sé um 150.000 kr.

Kaskótrygging gildir á Íslandi og á ferðalagi innan Evrópska efnahagssvæðisins og Sviss í allt að 92 daga frá brottfarardegi. Standi ferðalag lengur en í 92 daga er hægt að framlengja gildistímann gegn greiðslu.

Nánari upplýsingar um kaskótryggingu bifhjóla

Tryggingin bætir

  • Skemmdir á bifhjóli vegna áreksturs sem ökumaður er valdur að.
  • Skemmdir á bifhjóli vegna áaksturs, útafaksturs, veltu og hraps.
  • Skemmdir á bifhjóli vegna ýmissa veðurtengdra atvika.
  • Þjófnað og skemmdarverk á bifhjólinu.

Tryggingin bætir ekki

  • Skemmdir á dempurum og höggdeyfum.
  • Skemmdir sem hljótast af því að laust grjót hrekkur upp undir bifhjólið í akstri.
  • Skemmdir á hvers konar aukaútbúnaði bifhjólsins.
  • Skemmdir sem verða á bifhjólinu vegna þátttöku í aksturskeppni eða æfingu fyrir slíka keppni, nema um annað sé samið.
  • Skemmdir á bifhjólinu vegna dýra.
  • Þjófnað á einstökum hlutum bifhjólsins.
  • Þjófnað eða tilraun til þjófnaðar á bifhjóli utan Íslands.

Vinsamlegast athugaðu að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmálum bifhjólatryggingar.
Sé ósamræmi milli upptalningarinnar og skilmálanna þá gilda skilmálarnir.

Skilmálar, afslættir og aðrar upplýsingar

Tryggingaskilmálar eru samningur þinn við VÍS. Mikilvægt er að þú kynnir þér skilmálana vel og áttir þig á því hvað er bætt og hvað er ekki bætt, áður en tryggingin er tekin.

Í upplýsingaskjali er að finna stutta samantekt á helstu þáttum tryggingarinnar. Upplýsingaskjöl eru stöðluð skjöl sem öllum tryggingafélögum ber að birta og auðveldar þannig viðskiptavinum tryggingafélaganna að bera saman tryggingar og sjá hvað þær bæta og bæta ekki.

Afslættir og aðrar upplýsingar