Hoppa yfir valmynd

Sjúkra­hús­legu­trygging

Ef þú þarft að leggjast inn á sjúkrahúsunderlinevegna sjúkdóms eða slyss og dvelur þar í 5 daga samfellt eða lengur gætir þú átt rétt á bótum úr sjúkrahúslegutryggingu ef þú eða þeir sem tryggingin nær yfir eruð á aldrinum 16-60 ára.

Nánari upplýs­ingar um sjúkra­hús­legu­trygg­ingu

  • Úr tryggingunni greiðast bætur í formi dagpeninga fyrir hvern dag frá komudegi dveljir þú á sjúkrahúsi í 5 daga samfellt eða lengur.
  • Hámarksbótatími er 180 dagar vegna sama sjúkdóms eða slyss.
  • Ef bætur hafa verið greiddar og þú ferð aftur á sjúkrahús innan tólf mánaða frá lokum fyrri sjúkrahúsdvalar, vegna sama sjúkdóms eða slyss, áttu rétt á bótum frá komudegi ef bótadagarnir 180 eru ekki fullnýttir.
  • Vottorð læknis um hvenær sjúkdómurinn var fyrst greindur eða hvenær og hvernig slys átti sér stað verður að liggja fyrir áður en bætur eru greiddar.

Sjúkrahúslegutrygging er innifalin í F plús 4 tryggingunni okkar.

Bera sama F plús
Nánari upplýsingar um sjúkrahúslegutryggingu

Tryggingin greiðir

  • Bætur í formi dagpeninga ef þú þarft að dvelja lengur en 5 daga samfellt á sjúkrahúsi vegna sjúkdóms eða slyss.

Tryggingin greiðir ekki

  • Bætur vegna sjúkdóma sem voru til staðar eða slysa sem áttu sér stað áður en tryggingin tók gildi.
  • Bætur vegna innlagnar sem hefst innan við 90 daga frá því að tryggingin tók gildi nema innlögn sé vegna slyss.
  • Bætur vegna fóstureyðingar, ófrjósemi, ófrjósemisaðgerða, frjósemisaðgerða eða getnaðarvarna.
  • Bæt­ur vegna fæðingargalla og meðfæddra sjúk­dóma.
  • Bætur vegna slysa sem eru undanskilin í frítímaslysatryggingu F plús.
  • Bætur vegna slyss sem þú hlýtur vegna þátttöku þinnar í refsiverðum verknaði.

Vinsamlegast athugaðu að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmálum F plús 4.
Sé ósamræmi milli upptalningarinnar og skilmálanna þá gilda skilmálarnir.

Skilmálar, afslættir og aðrar upplýsingar

Tryggingaskilmálar eru samningur þinn við VÍS. Mikilvægt er að þú kynnir þér skilmálana vel og áttir þig á því hvað er bætt og hvað er ekki bætt, áður en tryggingin er tekin.

Í upplýsingaskjali er að finna stutta samantekt á helstu þáttum tryggingarinnar. Upplýsingaskjöl eru stöðluð skjöl sem öllum tryggingafélögum ber að birta og auðveldar þannig viðskiptavinum tryggingafélaganna að bera saman tryggingar og sjá hvað þær bæta og bæta ekki.

Afslættir og aðrar upplýsingar