Hoppa yfir valmynd

Ábyrgð­ar­trygging F plús

Samkvæmt íslenskum lögumunderlineberð þú skaðabótaábyrgð ef þú veldur öðrum líkams- eða munatjóni með saknæmum og ólögmætum hætti.

Nánari upplýs­ingar um ábyrgð­ar­trygg­ingu F plús

  • Úr ábyrgðartryggingu greiðast skaðabætur til tjónþola þíns ef skaðabótaskylda fellur á þig. Úr tryggingunni færð þú einnig bætur vegna kostnaðar sem getur fallið á þig ef skaðabótakrafa er gerð á hendur þér.
  • Þar sem skaðabótaábyrgð er oft flókið lögfræðilegt úrlausnarefni ráðleggjum við þér að leita samráðs við okkur um réttarstöðu þína ef krafist er skaðabóta af þér vegna tjóns sem talið er að þú eigir sök á. Við bendum þér sérstaklega á að viðurkenna ekki skaðabótaskyldu án samráðs við okkur.
  • Ábyrgðartrygg­ing F plús nær einnig til tjóna vegna léttra bif­hjóla í flokki I og reiðhjóla sem eru ekki trygg­ing­ar­skyld sam­kvæmt um­ferðarlög­um.

Ábyrgðartrygging einstaklinga er innifalin í F plús 2, 3 og 4 tryggingunum okkar og valkvæð í F plús 1 tryggingunni. Munur er á bótafjárhæðum og upphæð eigin áhættu eftir því um hvaða F plús tryggingu er að ræða.

Bera saman F plús
Nánari upplýsingar um ábyrgðartryggingu F plús

Tryggingin bætir

  • Kostnað sem þér ber að greiða ef skaðabótaskylda fellur á þig samkvæmt skaðabótalögum.
  • Kostnað sem þér ber að greiða ef skaðabótaskylda fellur á þig vegna atviks sem varð vegna þess að þú varst ökumaður létts bifhjóls í flokki I.
  • Kostnað vegna tjóns sem börn þín, undir 10 ára aldri valda þó þau beri ekki skaðabótaábyrgð vegna aldurs.

Tryggingin bætir ekki

  • Tjón sem verður í kjölfar ákveðins verkefnis sem þú ert fenginn til að sinna. Oft kallað "tjón innan samnings".
  • Kostnað vegna tjóns sem þeir aðilar sem tryggingin nær yfir valda hvor öðrum.
  • Kostnað vegna tjóns sem þú veldur í vinnu.
  • Kostnað vegna tjóns á hlutum sem þú hefur fengið lánaða.
  • Kostnað vegna tjóns sem þú veldur sem eigandi eða notandi farartækja, skotvopna eða dýra.
  • Þann hluta tjónsins sem fellur undir eigin áhættu.

Vinsamlegast athugaðu að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmálum F plús 1-4.
Sé ósamræmi milli upptalningarinnar og skilmálanna þá gilda skilmálarnir.

Skilmálar, afslættir og aðrar upplýsingar

Tryggingaskilmálar eru samningur þinn við VÍS. Mikilvægt er að þú kynnir þér skilmálana vel og áttir þig á því hvað er bætt og hvað er ekki bætt, áður en tryggingin er tekin.

Í upplýsingaskjali er að finna stutta samantekt á helstu þáttum tryggingarinnar. Upplýsingaskjöl eru stöðluð skjöl sem öllum tryggingafélögum ber að birta og auðveldar þannig viðskiptavinum tryggingafélaganna að bera saman tryggingar og sjá hvað þær bæta og bæta ekki.

Afslættir og aðrar upplýsingar