Valmynd Loka

Spurningar um tryggingar farartækja

Algengar spurningar um tryggingar farartækja

Er dýrara fyrir unga ökumenn að tryggja bílana sína?

Nei, ekkert álag er á unga ökumenn.

Hvað missi ég mikinn bónus ef ég veld tjóni?

Ef þú nýtur verndar úr fjölskyldutryggingu hjá VÍS og lendir aðeins í einu tjóni á tryggingatímabilinu, þá fellur þú ekki í bónus. Ef þú hinsvegar nýtur ekki verndar úr fjölskyldutryggingu hjá VÍS þá fellur þú um einn bónusflokk fyrir hvert tjón.

Byrja allir með hámarksbónus?

Já, allir byrja með 75% bónus í ábyrgðartryggingu og 60% í Al-kaskó tryggingu.

Hvernig er iðgjaldið ákveðið?

Ýmsir þættir hafa áhrif á iðgjaldið. En það er meðal annars ákvarðað af búsetu, tegund og aldri ökutækis og þeim afsláttum sem viðskiptavinur nýtur hjá VÍS.

Er mögulegt að lækka iðgjöld húsvagnatryggingar?

Margir geyma húsvagna inni yfir vetrartímann og þurfa því ekki tryggingu vegna foktjóns á meðan.
VÍS býður þeim sem eru með húsvagnatryggingu að undanskilja foktjón úr bótasviði hennar frá 1. október – 30. apríl ár hvert. Með því lækkar grunniðgjald húsvagnatryggingarinnar um 20%. Aðrir þættir tryggingarinnar verða óbreyttir árið um kring.

Viðskiptavinum sem vilja lækka iðgjöld sín með þessum hætti er bent á að senda tölvupóst á husvagn@vis.is og óska eftir því að undanskilja vernd gegn foktjónum yfir vetrartímann og fá afsláttinn. Einnig þarf að láta nafns og kennitölu getið.

Fá til­boð Hafa samband
mail Hafa samband chat Netspjall
close

Tryggingar

Niðurstöður

Skjöl

Niðurstöður

Annað

Niðurstöður

Fréttir

Niðurstöður

Leit

Niðurstöður

Ææ en leiðinlegt!

Við fundum því miður ekki ""

Athugaðu hvort öll leitarorðin eru rétt skrifuð, annars geturðu prófað að víkka leitina með öðrum eða almennari leitarorðum.

Ef allt um þrýtur, endilega hafðu samband