Valmynd Loka

Algengar spurningar um bifhjólatryggingar

Hvernig eru bifhjól flokkuð hjá VÍS?

Flokkun bifhjóla hjá VÍS er eftirfarandi:

 • Klifurhjól (trial)
 • Krossarar (motocross)
 • Torfæruhjól (enduro)
 • Vegahjól (funduro)
 • Ferðahjól (tourer)
 • Götuhjól (roadster)
 • Sporthjól (racer)
 • Hippi (custom/cruiser/chopper)
 • Fornhjól (old timer)
 • Vespa (stærri en 50cc

Hvað flokkast sem viðurkenndur hlífðarfatnaður fyrir bifhjólaökumenn?
Góður vandaður hlífðarfatnaður hefur margsannað gildi sitt á bifhjólum. Einstaklingur sem dettur á hjóli á mun meiri líkur á að slasast ekki ef hann er í góðum hlífðarfatnaði með innbyggðum hlífum eða sér hlífum.

Samkvæmt Samgöngustofu þá á hlífðarbúnaður bifhjóla að vera CE merktur og samkvæmt eftirfarandi stöðlum eða sambærilegum stöðlum:

 • Stígvél - CE EN 13634
 • Jakkar, buxur og samfestingar - CE EN 13595
 • Bakhlífar - CE EN 1621
 • Hanskar - CE EN 13594
 • Hlífðargleraugu - CE EN 1938
 • Gönguskór, íþróttaskór og mokkasíur eru ekki góðir skór á hjóli. Velja þarf stífa leðurskó með innbyggðum hlífum sem uppfylla CE EN 13634 staðalinn.

Nauðsynlegt er að velja fatnað sem er í áberandi litum. Ef þess er ekki kostur er vesti í skærum lit mikið öryggisatriði þar sem bifhjólamaður í slíku vesti sést mun fyrr og betur en einstaklingur sem ekki er í því.

Fá til­boð Hafa samband
mail Hafa samband chat Netspjall
close

Tryggingar

Niðurstöður

Skjöl

Niðurstöður

Annað

Niðurstöður

Fréttir

Niðurstöður

Leit

Niðurstöður

Ææ en leiðinlegt!

Við fundum því miður ekki ""

Athugaðu hvort öll leitarorðin eru rétt skrifuð, annars geturðu prófað að víkka leitina með öðrum eða almennari leitarorðum.

Ef allt um þrýtur, endilega hafðu samband